Leita í fréttum mbl.is

Næturdrottningin...

...nei, það er ekki ég sem er næturdrottningin...nema kannski þá sofandi næturdrottningin...Þyrnirós eða eitthvað Svalur hins vegar, ef ég borðaði sykur ennþá, þá held ég að ég myndi prófa Næturdrottninguna en þar sem ég borða bara alls ekki sykur þá læt ég aðra um hana.  En uppskriftin er sem sagt þarna fyrir þá sem hafa áhuga!!

Helgin sem framundan er verður ekki rólegheit og afslöppun.  Í fyrramálið er ég að spá í að skella mér til höfuðborgarinnar og reyna að hitta á ameríska vinkonu sem þar er stödd.  Gæti kannski náð eins og einum kaffibolla með henni í hádeginu, vona það amk.  Svo verður ætt upp á Skaga aftur, þar sem við eigum von á góðum gestum í mat, nefninlega Jónsa og Sólrúnu.  Við hlökkum mikið til að sjá þau, við erum búin að stefna að þessu lengi og loksins gátu allir.  Á sunnudaginn ætla svo Aðalsteinn, Salný og Lilja Fanney að koma, með morgunmatinn með sér!!  Við hlökkum sko líka mikið til að sjá þau, langt síðan við sáum Salný en aðeins styttra síðan við sáum hin tvö þar sem þau birtust óvænt sunnudagsmorgun fyrir tæpum 4 vikum.  Og ekki er allt búið enn!!  Á sunnudaginn kl 14 erum við að fara í afmæli í Hafnarfirði, hjá Aroni Atla (bróðursyni Einars) sem varð 7 ára í lok ágúst.  Svo veit ég ekki alveg hvað við gerum, ætli við hittum ekki pabba einhversstaðar á góðum stað og afhendum honum börnin okkar.  Hann ætlar nefninlega að passa fyrir okkur á meðan við förum að hitta 2-3 vinapör, 1. hittingur hjá nýju paragrúppunni okkar.  Við hlökkum bara svo mikið til alls þess sem er að gerast hjá okkur um helgina.  Við slöppum af síðar...hehe...

Svo fáum við sko aftur gesti á þriðjudaginn.  Það byrjar kl 9.00 á Landspítalanum þar sem kennari úr skólanum mínum (Karin) kemur í heimsókn.  Við Sigga ætlum að taka á móti henni og Sigga ætlar að segja henni allskonar skemmtilegt og athyglisvert.  Á eftir ætlum við (ég og Karin) svo að sækja dóttir hennar og barnabarn út á Hótel Sögu og ef veður leyfir þá byrjum við á að fara upp í Hallgrímskirkjuturn og skoða útsýnið þar.  Síðan verður brunað sem leið liggur upp á Akranes.  Þar ætlum við að sækja börnin mín í skóla og leikskóla og svo verður arkað í sund.  Það er ekki á hverjum degi sem danir upplifa íslenskar sundlaugar, svo þær mæðgur eru mjög spenntar Brosandi það þarf ekki mikið til að gleðja fólk.  Síðan ætla þau að borða hjá okkur.  Við hlökkum svo mikið til.  

Svo það er ekki lognmollan kringum okkur.  Ekki að það sé þannig nokkurntímann.  Það vill líka svo skemmtilega til að við vitum fátt skemmtilegra en að taka á móti gestum...og þá aðallega samt skemmtilegum gestum Glottandi en það er reyndar oftast þannig því við þekkjum eiginlega bara skemmtilegt fólk!!!

Jæja, ég ætla að ráðast í eldhúsið...og leggjast svo kannski upp í rúm og glápa á eina bíómynd og prjóna...ég er sko byrjuð á jólagjöfunum, sem flestar verða heimatilbúnar í ár...aðallega vegna skorts á fjármögnun...en mér finnst líka persónulegar og skemmtilegar gjafir...vona að þiggjendur séu mér sammála...annars er það bara leiðinlegt fyrir þau/þá!!!  hohoho...

hehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband