13.10.2006 | 10:35
13. október
Í dag minnist ég Jóhanns Karls Birgissonar, sem lést 13. október 1989. Ég hugsa alltaf til hans á þessum degi. Jóhann Karl var bekkjarbróðir Lilju systir, og vinur hennar. Ég sjálf kynntist Jóhanni mest sama ár og hann dó. Ég ætla ekki að fara að skrifa neina minningargrein hér, en langaði bara til að minnast hans með þremur kertum.
---o---
Einu sinni sem oftar sit ég hér, á netinu, þegar ég ætti að vera að læra. Er reyndar að fara á fund, reyndar 2 á eftir, og kem mér ekki í gang með lestur...enda bara tæpur hálftími þar til ég þarf að fara...
Jóhannes var þreyttur í morgun. Það er greinilegt að hann þarf að fá að sofa annað slagið... Þegar ég er að vinna þá vek ég hann 6.15, hann fer reyndar að sofa milli sjö og hálfátta á kvöldin. Í morgun ákvað ég að leyfa honum að sofa þar sem ekkert lá á. Hann svaf til kl 9!! Og var útsofinn og endurnærður þegar hann vaknaði. Gott að hann fékk að sofa, því um helgar fær hann ekki að sofa þar sem Jón Ingvi vekur hann yfirleitt. Jón Ingvi er nefninlega morgunhani, sem Jóhannes er ekki, og Jón Ingvi vaknar iðulega mjög snemma (að mínu mati, ekki hans) og byrjar þá iðulega daginn á því að liggja og syngja inni í rúmi! Er hann ekki bara yndislegur?! Hugsið ykkur, að vakna syngjandi! Yndislegt. En það hins vegar gerir það að Jóhannes vaknar iðulega þótt hann sé ekki endilega búinn að sofa nóg.
---o---
Ég man ekki ennþá þetta merkilega sem ég ætlaði að segja ykkur í fyrradag og er sjálf farin að halda að það hafi bara ekki verið neitt sérlega merkilegt...
---o---
Talið er að rekja megi ótta við töluna þrettán til þess að þrettán menn voru viðstaddir síðustu kvöldmáltíð Jesú. Þá telja sumir fræðimenn hann einnig tengjast því að í dagatali gyðinga og Kínverja eru ekki hlaupár heldur þrettán mánuðir í einstaka árum.
Þá er hugsanlegt að rekja megi þrettándaóttann til ásatrúar en samkvæmt henni bauð Óðinn ellefu vinum sínum til veislu í valhöll. Loki mætti hins vegar óboðinn til veislunnar (sem þrettándi maður) og leiddi það til átaka á milli hans og Baldurs sem síðar leiddu til dauða Baldurs.
Þetta kemur fram á mbl.is í dag. Gaman að lesa þetta þar sem þetta með 13. og þá sérstaklega föstudaginn 13. er alltaf umræðuefni annað slagið.
Þetta tengist hjátrú, myndi ég halda. Ég hef ekki neinn ótta eða yfirleitt skoðun á 13. en hins vegar hef ég gert hluti gegnum ævina út frá hjátrú. Eins og t.d. það að mig dreymdi nöfnin á bæði Ólöfu Ósk og Jón Ingva og þess vegna kom aldrei til greina annað en að skíra þau þessum nöfnum. Eflaust hef ég gert fleiri hluti út frá hjátrú, enda íslendingur og hjátrúarfull
---o---
Skyldi fólk hafa tekið sér frí til að fara í Ikea í gær? Mig langar að sjá nýja Ikea, en mér liggur ekkert á. Þarf reyndar að fara þangað fyrr en síðar til að verla gardínu í annan eldhúsgluggann. En það er ekki glæta að ég hefði lagt það á mig að fara í gær...úff...það hlýtur að hafa verið troðið út úr dyrum...
---o---
Jæja, farin á fund...verð bara að lesa á eftir...knús...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ honý pæ
Láttu mig vita þegar þú ferð í Ikea, gaman væri að hittast þar...það er líka mjög skemtileg pössun fyrir krakkana skilst mér og ekki lendur 6 ára aldurstakmark eða hvað það var !! ahhhaaa, sé fyrir mér okkur rölta þar um og fá okkur kaffisopa og huggulegt :) (með fulla kerru í eftirdraga hehe)
knús frá mér og góða helgi (við erum að fara í tvær veislur, afi brynjars hefði orðið 100 ára um helgina og svo skírn, svo ekkert verður úr því að ég fari í göngin þessa helgina ;/
Elín Eir Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 11:55
:( leiðinlegt, hefði verið gaman að sjá þig.
Já, ég læt vita þegar ég ætla í Ikea, en ég fer mjög líklega ekki með börnin, þeim finnst skemmtilegra að fá að vera heima í rólegheitum. En ég er sko til í kaffibolla og huggulegheit með þér.
Knús...
SigrúnSveitó, 13.10.2006 kl. 12:05
ókí...
ég hélt samt að öllum börnum þætti svona ævintýralands pössun, boltaland ofl.svo skemtilegt, að ég tali nú ekki um að fá að sjá sjaldséð frændsystkin í leiðinni...
En það er auðvitað þægilegra fyrir okkur að vera laus við grísina í svona ferð :)
Elín Eir Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 14:16
Þau langar pottþétt að hitta frændsystkinin, en bara helst heima hjá einhverjum ;) verð í bandi við þig fljótlega, kannski fær Ólöf Ósk að heimsækja Hörpu 4. nóv ef þið eruð heima...hringi þegar nær dregur...knús...
SigrúnSveitó, 13.10.2006 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.