25.2.2008 | 10:17
Konudagurinn
Ég var spurð að því nokkru sinnum í gær hvort maðurinn minn hefði ekki gefið mér blóm í tilefni dagsins. Þegar ég svaraði því neitandi komu athugasemdir eins og; "Jiii hvað hann er mikil lumma" eða "En hann leiðinlegur"...eða "En hann órómantískur" og bla bla bla.
Ég svaraði einni svona; "Hann gefur mér ást alla daga og mér finnst það yndislegra en nokkur blóm".
Og þannig er það!
Afhverju er sá sem ekki kaupir blóm á konudaginn endilega ömurlegur...leiðinlegur...órómantískur? Eins og einhver sagði; ég kaupi ekki blóm á "þar-til-gerðum-degi" heldur frekar alla hina dagana!
Við áttum kósí-sjónvarps-þátta-kvöld í gær og borðuðum Dominos pizzu með! Sem við fengum frítt í ofan á lag! Einar pantaði á netinu og fór svo að sækja...fékk þá að vita að það væri eitthvað að tölvukerfinu svo pantanir gegnum netið bærust ekki á Skagann...þess vegna fékk hann pizzurnar fríar. Við vorum sátt við það! Pöntuðum samt bara pizzu af því að það var mega-vika og allar pizzur á 1150. Ég fékk mér Dominos Extra, sem ég er búin að vera í nettri þráhyggju yfir síðan einhver í vinnunni var að dásama þessa tilteknu pizzu...ok, búin að prófa hana og geri það EKKI aftur!! Fannst hún ekki góð. Bara best að fá með pepperoni, sveppum og gráðosti!!
Nóg um pizzutal...ætla að elda hádegismat handa ofur-virka manninum mínum...hann fór upp í hús 5.30 í nótt!!! Hafði vaknað 4.30 og ekki getað sofnað aftur...hann virðist geta lagt inn svefn...svaf eitthvað frameftir laugardag og sunnudag...og er greinilega búinn með svefnkvótann í bili!!!
Jamm, ég skil þetta ekki...en svona er það nú samt!
Eigiði yndislegan dag, elskurnar mínar.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178737
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Voðalega er fólk eitthvað takmarkað. Hver segir svona? Eins og karlmenn séu skyldugir til að gefa blóm á þessum degi. Uss ... þú veist best hvað þú átt og það skiptir engu máli hvað einhverjum öðrum finnst. Hljómar nú meira sem öfund hjá fólki yfir því hvað þið eruð ástfangin, if you ask me.
Knús inn í daginn, sæta kona.
Hugarfluga, 25.2.2008 kl. 10:20
Já, það er alveg satt, ég veit best hvað ég á! Enda er ég ekkert að láta þetta skipta mig máli, mig langaði bara að segja frá þessu ;) Fyndið bara.
Knús tilbaka...
SigrúnSveitó, 25.2.2008 kl. 10:24
Já þetta er fyndið með þessa daga, vissi ekki að konudagurinn var í gær og persónulega vill ég ekki fá blóm þegar þá Á að gefa blóm, frekar þegar hann langar til þess eins og í síðustu viku þegar ég fékk túlipana alveg óvænt.
jóna björg (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 10:42
Sammála með þessa Dominos extra.það er nú vondi maturinn !!
Inga Hrönn (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:20
Sæl Sigrún! Lanagar að spyrja þig í sambandi við uppskriftirnar, ertu búin að prófa þær þegar þú setur þær inn?
Anna Guðný , 25.2.2008 kl. 15:02
Hæ dúlla. Hér voru engar rósir, heldur ást og kærleikur eins og alltaf. Fæ aldrei blóm á konudaginn og vei þeim sem mundi kalla manninn minn lummó. Ég veit hvað ég hef og hann þarf ekki að láta segja sér hvenær hann á að færa mér blóm. Hann gerir það oft en aðeins þegar hann langar að vera extra næs
Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 15:09
rétt og satt kæra sigrún !!!
Bless í bili
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 15:23
Anna Guðný; Já, ég er búin að prófa uppskriftirnar og myndi aldrei setja inn uppskrift sem mér þykir vond ;)
SigrúnSveitó, 25.2.2008 kl. 15:58
Takk fyrir þessa færslu... Eva konan mín er 100% sammála því sem þú segir.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.2.2008 kl. 16:42
Yndislegt að heyra, Gunnar. Það er ekkert betra í þessum heimi en ástin
SigrúnSveitó, 25.2.2008 kl. 17:22
Ég er nákvæmlega skoðunar eins og þú
Því miður það er ennþá keppni í sumum hver fékk mest í gær frá karlinum.
...og Dominos, don´t let me start about it...verstur pizzur ever.
kveðja Renata
Renata, 25.2.2008 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.