Leita í fréttum mbl.is

Vísan eftir Sverri Ág.

 

Sigrún, hún er sukkari,
svall finnst henni gaman.
Reynir er gugginn grallari
gaman fannst þeim saman.

Þetta orti hann eftir að ég og Reynir nokkur Zoëga vorum eitthvað að dúlla okkur saman, þá 15 og 17 ára Saklaus hehe...

Það var í íslenskutíma hjá Eiríki Karlssyni sem að Eiríkur hvatti nemendur sína til að yrkja vísur og afhenda honum og hann myndi síðan lesa þær upp.  Þegar hann fletti gegnum bunkann sem hann fékk í hendurnar og kom að þessari þá heyrðist í honum; "Já, við ætlum ekki að vera með neinar persónulegar árásir hér" og las þetta ekki upp.  Sverrir gerði sér þá lítið fyrir og las vísuna upp frammi á gangi eftir tímann...fyrir framan allan skólann!!

Ég þarf sennilega ekki að taka fram að ég ELD-ROÐNAÐI...ég, þessi litla feimna sveitastelpa...úff...en hef hins vegar alltaf munað þessa vísu og þykir nú eiginlega bara mjög vænt um bæði vísuna og Sverri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég þekki Reyni vel. búinn að þekkja hann síðan hann var bara peð.

Þórður (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 15:51

2 Smámynd: SigrúnSveitó

já er það ekki?! Mig grunaði þetta ;)

SigrúnSveitó, 11.10.2006 kl. 16:15

3 identicon

Það eru ekki allir jafnheppnir að fá ort um sig ljóð/vísu. Hlakka til að sjá þig bráðum í himnaríki, helst með alla hersinguna :) Þarf samt viðvörun til að geta keypt mjólk ... býst ekki við að krakkarnir vilji kókómjólk úr kaffirjóma!

Gurrí (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 19:10

4 Smámynd: SigrúnSveitó

hehe, nei ég er sko heppin :)

Já, ég vara þig við áður en við ryðjumst inn með hurðina á bakinu ;)

SigrúnSveitó, 11.10.2006 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband