Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegan þriðjudag, elskurnar

Úff, ég er ekki morgunmanneskja, eins og ég hef áður sagt ykkur.  Og hvað þá ef ég hef verið á kvöldvakt...neibb! En framúr fer ég nú samt.  Og uppí aftur þegar ungarnir eru farnir í skólann ;) hehe...jamm.  Jóhannes skreið uppí með mér og horfði á Gunna og Felix meðan ég dormaði.  Svo fórum við á fætur.

--

Helga vinkona mín var að senda mér link á heimasíðuna sína.  Helga er að smíða skartgripi sem hún selur á góðu verði.  Ef ykkur langar að skoða þá getið þið gert það HÉR

--

Jæja, ég þvoði loksins kjólinn í dag...hef verið að draga það því ég er ekki handþvottaspecalist!  Kannski meira vegna þess að ég bara nenni því ekki.  Svo var ég smeik við að setja kjólinn á ullarprógramm í þvottavélina...of mikil vinna til að eyðileggja...og það af einskærri leti...!!  Nú liggur hann á stofugólfinu og þornar! Hlakka til að sjá hvernig hann kemur út.  Vona að ég verði ánægð með hann...!! 
Stelpurnar í vinnunni vilja endilega að ég verði í kjólnum á Höfða-gleðinni á föstudaginn...en ég er að vinna...sorrý!  (Er að reyna að fá frí...sjáum hvað setur.)

--

Húsið.  Gröfukarlinn kom loks í gær og lokaði drenlögnunum kringum húsið.  Svo nú er kominn jarðvegur upp að húsinu, þannig að við getum sýnt ömmu Einars húsið um helgina!!  Hún keyrði þarna framhjá um síðustu helgi og dauðlangaði inn.  Hún er svo stolt af Einari sínum - eins og ég hef áður sagt - og okkur langar svo að sýna henni húsið!  Það verður gaman.  

--

Að lokum þetta...:

stars

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband