9.10.2006 | 18:57
Ort um Bakkus konung
Ég átti góðan og blíðan mann,
ég ástina í hans faðmi fann.
En alkohólisminn það hann kann
að gleðja aldrei nokkurn mann.
Mikið var ég hrædd og ein
og fannst eg vinna öllum mein.
Ljóssins faðir þá komst þú inn
Og fel ég þér nú anda minn.
--------
Það var reyndar ekki ég sem orti þetta, ýmislegt er mér til lista lagt en ekki það að kveða eina einustu vísu. Hins vegar hafa nokkrar vísur verið ortar um mig. Viljiði heyra? (Ef ekki þá sleppirðu því bara að lesa;)
Þessa hér orti afi minn um mig þegar ég var lítil stúlka:
Sigrún elsku stúlkan okkar bjarta,
þú sífellt ert í hug okkar og hjarta.
Vertu alltaf þæg og góð við mömmu,
þá verðurðu líka ástin afa og ömmu.
Og þessa orti Jónsi frændi um mig, í tilefni af því að ég ætlaði að grennast um 15 kg fyrir brylluppið okkar Einars í maí 2004:
Sigrún mín, þér sendi frá
Svíþjóð þessa vísu.
Fimmtán kíló finnst mér smá
fyrir gamla skvísu.
Fleiri vísur fáið þið ekki í bili. Kannski læt ég einhverntímann flakka vísurnar sem hann Sverrir Ágústsson, bekkjarbróðir minn úr grunnskóla, orti um mig þegar við vorum í 8. bekk...
Mikið að gera í dag, lærði helling. Langur dagur, fór snemma að heiman, kom seint heim. Sá Einar í gærkvöldi þegar ég vakti hann fyrir næturvakt, svo var ég farin þegar hann kom heim í morgun og svo var hann farinn á kvöldvakt þegar ég kom heim. Ég verð svo pottþétt sofnuð þegar hann kemur heim í kvöld/nótt. Hann sagði við mig áðan þegar ég talaði við hann; "ég sé þig í nótt" og ég gat ekki stillt mig og sagt; "Já, þú SÉRÐ mig" því hann mun ekki gera meira en sjá mig, ég er yfirleitt hálf meðvitundarlaus eftir miðnætti!!
Jæja, ég ætla að bursta tennur í drengjunum mínum og lesa fyrir þá. Mér heyrist á geðinu í Jóhannesi að honum veiti ekki af því að komast í svefn...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 178725
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mer finnst visurnar um thig alveg frabærar. Hlakka til ad "heyra" meira:)
Johanna (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 15:47
Takk :) Mér þykir líka vænt um þessar vísur. Skelli inn hinum fljótlega...kannski...þær eru ekki eins fallegar...
SigrúnSveitó, 10.10.2006 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.