8.10.2006 | 12:42
Dans og söngvamynd...
Við hjónin ákváðum að leigja okkur mynd í gærkvöldi. Það gerist ekki oft, en einstaka sinnum langar okkur að letipúkast uppi í bæli og góna á einhverja vitleysu. Þar sem við erum með sjónvarp gegnum skjá 1 þá er þetta svo einfalt, við liggjum uppi í bæli og veljum mynd, þurfum ekki einu að fara út á leigu. Eini gallinn á því er að það er ekkert mjög mikið úrval mynda. En við fundum eina, eða sko Einar fann hana og ég samþykkti... Úff, svo lágum við í einn og hálfan tíma og gláptum á DANS-OG SÖNGVAMYND!!! Einar HATAR svoleiðis myndir en hann lét sig hafa það þar sem það var búið að borga heilar 450 kr fyrir þessa vitleysu. Ég náði að prjóna einn vettling á meðan við gláptum, klára hinn í kvöld því þá er sko Ørnen á DR1!!! Veisla hjá okkur. Þannig að það lítur út fyrir sjónvarpsgláp tæpan klukkutíma á viku næstu vikurnar
Hér er mikið fjör sem stendur. Ólöf Ósk var reyndar að yfirgefa svæðið, fór til bekkjarsystur sinnar og ætlar að fara í sund með henni. En Jón Ingvi er sem sagt með bekkjarbróðir sinn í heimsókn og það er mikið fjör í þeim. Þeir eru reyndar að bíða eftir að pabbi Kristmanns vakni (var á næturvakt í álverinu) því þá ætla þeir heim til hans. Jón Ingvi er kominn í kúrekabúning og ætlar þannig heim til Kristmanns. Jóhannes dinglast hér um og ætlar núna út að hamra.
Pabbi er hér enn. Það er svo gaman að fá hann í heimsókn. Hann er svo þægilegur og ljúfur, hann pabbi minn.
Salný, nú er ég búin að afla mér slatta heimilda...á bara eftir að lesa það...og sjóða svo saman einhvern fínan fyrirlestur...
Einar er að vinna, hann vinnur og vinnur. Það verður svo gott þegar ég fer að fá laun líka, svo hann þurfi ekki að vinna svona mikið. Ég er að spá í að fara að drulla mér niður á spítala hér og athuga hvort ég geti potað mér inn á einhverjar aukavaktir kannski. Svona til að koma mér inn í hitann...þá verður kannski jobb handa mér þegar ég útskrifast...
Jæja, best að lesa þessar greinar sem ég er búin að prenta út í löngum bönum...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láttu mig endilega vita, er ekki bara gott að hafa kunnuglegt andlit í salnum.. er sjálf með fyrirlestur á miðvikudaginn kl. 16 í Hringsalnum á barnaspítalanum ef þig langar að koma...
Kem sko á þinn fyrirlestur ef ég á séns...
Hvernig er annars næsta helgi hjá ykkur?? Aðalsteinn er í helgarfríi, væri nú gaman að sjást ekki satt?
Salný (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 19:56
Hæ frænka .. bara segja þér að ég er alltaf að lesa :) kann e-ð ekki alveg á þessa nýju síðu hjá þér. Er svo vanaföst og "sakna" pínu gömlu blogspot síðunnar :)
Hva meinaru að dans-og söngvamyndir séu leiðinlegar!??! :D Við reyndar álpuðumst til að taka "Rent" um daginn. Þvílíkt sem var búið að auglýsa hana en meira að segja Ég gafst upp. Kræst, þvílík aula nýtísku útfærsla!! Eigið góða viku framundan.
ragnhildur (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 19:57
Salný, hvað segiði um að kíkja á okkur á sunnudaginn?
Hehe, ég hef nú alltaf haft lúmskt gaman af dans-og söngvamyndum, man sérstaklega vel eftir einni, "Bræður sjö í konuleit", veit ekki hvort það segir þér eitthvað?! En Einar HATAR þær. Svo elska ég nú líka t.d. Grease, Dirty Dancing og svo var Sound of Music líka eftirminnileg ;)
Ég vona að þú lærir á þessa, ég sakna líka stundum blogspot, en samt ekki vandamálanna þar...
Knús...
SigrúnSveitó, 8.10.2006 kl. 22:00
Okkur Einari á eftir að koma vel saman. Ég hata dans- og söngvamyndir. Sú eina sem ég get horft á án þess að kasta upp er Sound of Music og það er bara vegna góðra bernskuminninga. :)
Sjáumst brátt í kaffi!
Gurrí (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.