Leita í fréttum mbl.is

Jóhannes og gullkorn gærkvöldsins

Jóhannes gat ekki sofnað í gærkvöldi.  Hann var heima í rólegheitafríi í gær og það er uppskrift á að hann geti ekki sofnað á kvöldin...maður þarf sko að vera þreyttur til að geta sofnað!!!

Nema hvað. Ég sat inni í rúmi að prjóna og horfa á breskan sakamálaþátt á DR1.  Jóhannes sat hjá mér og spjallaði.  Svo var hann nú farinn að þreytast eitthvað og spurði mig hvort hann mætti ekki bara sofa hjá mér í nótt.  

Ég sagði honum að hann mætti sofna hjá mér og svo myndi pabbi hans fara með hann inn í hans rúm þegar hann kæmi inn í rúm.  Jóhannes ljómaði af gleði og lokaði augunum eitt augnablik.  Opnaði þau svo aftur og sagði;

"Einu sinni þegar ég sofnaði hér hjá þér, og svo vaknaði ég í mínu rúmi...þá hélt ég að ég hefði FLOGIÐ!" 

Lífið er svo einfalt þegar maður er 4ra ára Heart

Jóhannes á öskudaginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Börn eru með svo saklausar og krúttalegar hugsanir...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.2.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 13:01

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Drauma dúlla sem þú átt   Glider 1 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 15:27

4 identicon

börn eru best!

jóna björg (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:42

5 identicon

SÆL.

Verð bara að hrósa þér fyrir hugmyndina af merkimiðunum, með logoinu. Finnst þetta tær snilld. Kannski ég fái að nota þessa hugmynd líka.

Kveðja

Berglind- Garnaflækja

Berglind (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:42

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, börn eru best :)

Berglind, ég fékk þessa hugmynd hjá danskri kunningjakonu, fannst þetta einmitt tær snilld.  Endilega notaðu þessa hugmynd líka, mér finnst alger glæpur að við séum endalaust að láta hluti frá okkur ómerkta!! ;) 

SigrúnSveitó, 12.2.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband