Leita í fréttum mbl.is

Fimmtudagur...

...og alvöru vetur!!

Ég hef sagt ykkur frá því áður.  Ljúfum minningum úr sveitinni heima.  Vetur.  Snjóstormur.  Rafmagnið farið.  Jón Þór í fjósinu...að mjólka með vararafstöð...eða eitthvað.  Mamma með okkur systkinin í eldhúsinu.  Kveikt á gömlu olíulömpunum.  Mamma að lesa íslenskar þjóðsögur.

Þessar minningar koma alltaf þegar úti er vetrarveður.  Alvöru vetrarveður!

--

Ég átti von á 3 valkyrjum í kvöld, í saumó.  Valkyrjur er hópur kvenna sem ég kynntist á netinu.  Íslenskar mæður í útlöndum.  Við erum nokkrar sem erum fluttar heim og hittumst á 2-3 mánaða fresti.  Mjög skemmtilegt.

En, þær eru hættar við...búið að fresta um 2 vikur vegna veðurs.  Enda ekkert spennandi að æða út í óvissuna.  

Hins vegar er notalegt að vera inni, og þurfa ekkert að fara út.   

Ætla að horfa á Dr. House og CSI í kvöld og prjóna!!  Óþarfi að sleppa því að prjóna þó enginn verði saumó!!

--

Var annars að koma heim úr púltíma...shit hvað þær píska mann áfram!  Eftir eitt tækið, svona fótatæki eitthvert, þá ætlaði ég ekki að standa undir mér...lærvöðvarnir voru bara búnir á því! En það hafðist og ég fór aðra 2 hringi ;) hehe...

--

Ég er komin í 5 daga frí!!!  Og eftir helgi hitti ég Rakel vinkonu!!! Rakel bjó í Græsted, sama bæ og við í Danmörku, en býr núna í Smidstrup Strand, 6 km frá Græsted.  Við kynntumst sem sagt þar.  Hittumst fyrst í Brugsen!  Mikið hlakka ég til!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Vildi að ég hefði ca 1/4 af þessum fítonskrafti sem þú býrð yfir, vúman! Hvaða vítamínum ertu eiginlega á??

Hugarfluga, 7.2.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert sko dugnaðarforkur ekki spurning.  Ég er alsæl með veturinn eins og þú, minnist ótal stunda sem barn heima í eldhúsi hjá mömmu og pabba með systrum mínum, allt rafmagnslaust og farið með ljós á milli herbergja, setið og lesið og prjónað ofl.  ótrúlega yndislegt.  Úti beljaði hríðini á glugga og ég var svo róleg. Snjóbolti á Skagann.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Eiginlega finns mér fyndið að ykkur þyki ég orkubolti og dugnaðarforkur...ég er að leka út af...ætla að skríða í sturtu og svo upp í rúm með prjónana...knús og snjóboltar

SigrúnSveitó, 7.2.2008 kl. 20:37

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

í Guðsbænum passaðu samt prjónana, ég veit hvernig það er að setjast á þá ÓGEÐSLEGA VONT, það þurfti átök til að ná prjóninum úr minum þokkafulla afturenda

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.2.2008 kl. 21:03

5 Smámynd: SigrúnSveitó

já, það hefur ekki verið góð lífsreynsla að fá prjón svona í óæðri endann...gott hann náðist!!

SigrúnSveitó, 8.2.2008 kl. 09:31

6 identicon

Njótið helgarinnar ... bara kvitta fyrir innlitið :) 

Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband