Leita í fréttum mbl.is

Agave

Langar að svara Jónu Hörpu, og já, bjóða þig velkomna.  Gaman að fá gamla kunningja í "heimsókn".

Agave er ekki sætuefni, í þeim skilningi (ég sé fyrir mér "kunstige sødemidler" þegar talað er um sætuefni).  Agave er unnið úr kaktusplöntu, eftir því sem ég best veit.  Og er víst mjög hentugt fyrir fólk með diabetes, þar sem það hækkar ekki blóðsykurinn á sama hátt og sykur gerir.

Ég er sjálf ekki með diabetes...en sykursjúk = sjúk í sykur = sykurfíkill.  Ég get ekki notað sykur þar sem hann hækkar blóðsykurinn alltof hratt og kallar á meiri sykur = fíkn.  Hins vegar finn ég ekki fyrir neinni fíkn þegar ég borða t.d. eitthvað með agave í, eða ef ég nota þurrkaða ávexti (þá aðallega döðlur og apríkósur) til að "sæta" með.

Kona sem vinnur með mér á stelpu með diabetes og hún sagði mér að þeim hafi einmitt verið sagt frá Agave.  Hún fékk einmitt uppskriftir hjá mér.  Hér til hliðar á síðunni eru ýmsar uppskriftir, m.a. kökuuppskriftir þar sem notað er agave. 

Agave er selt hér t.d. hjá Himneskri Hollustu (og í Bónus og Hagkaup undir merkjum Himneskrar Hollustu) eins er hægt að fá Agave í apótekjum og á fleiri stöðum.  Ætli sé ekki hægt að nálgast það í heilsubúðum í Danmörku.  Ég var ekki búin að kynnast Agave þegar ég bjó í Danmörku, svo ég veit ekki alveg.   

Vona að þetta hjálpi eitthvað.  Og endilega skrifaðu meira hérna eða sendu mail ef þú hefur fleiri spurningar.

---

Og talandi um sykur...

Krakkarnir voru að koma heim úr 3½ tíma röltu um bæinn...með FULLT af sælgæti!!! 

Og nei, Jóna, það er ekkert sem heita öskupokar hér á landi lengur!!!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fæst agave hérna í heilsubúðum og m.a. á netspiren.dk, jafnvel i Irma veit samt ekki.

Svo er líka hægt að nota Xylitol, það er náttúrulegt sætuefni og ekki eitrað eins og aspartam. en ég þori ekki að fara með hvort  það sé ok fyrir fólk sem verður veikt af sykri en það er örugglega hægt að komast að því. Það þarf bara 1/3 af Xylitoli miðað við sykur, það er svo sætt. Hef líka séð það á netspiren.

vona að nafna mín Harpa geti notað þessar uppl. 

jóna björg (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég nota ca. 4 kíló af sykri á ári og stundum smá hunang og síróp.  Þetta er ábyggilega mjög gott líka.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 14:58

3 Smámynd: SigrúnSveitó

En er það ekki Xylitol sem er notað í t.d. tópas og er svo losandi...og vindaukandi...?

SigrúnSveitó, 6.2.2008 kl. 15:11

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Svara mér sjálf:

"Xylitol, like most sugar alcohols, can have a laxative effect..."

Las þetta meira HÉRNA

Ég veit amk að ég fær illilega í magann af sykurlausu nammi og tyggjói...held mig helst langt frá því!! 

Eeeeen, ég ætla að fara að gera mig klára í vinnuna!! 

SigrúnSveitó, 6.2.2008 kl. 15:15

5 identicon

Takk kærlega fyrir þetta ætla að ath með hvort ég finn agave.
Ég vil einmitt helst ekki nota þessi efni eins og xylitol einmitt vegna þess hvernig áhrif það hefur bæði losandi og vindaukandi.

Takk aftur...........kveðja
Jóna Harpa

Jóna Harpaw (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 15:50

6 identicon

ekki viljum við nú vera fjúkandi um allt

jóna björg (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband