5.10.2006 | 17:05
Blessuð sólin
Einu sinni fyrir langa löngu, þegar ég var að vinna á Múlaborg, þá sungum við sólarsöng með börnunum. Hann hljómaði svona: "Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni, sól bara sól". Mér datt hann bara í hug allt í einu, kannski af því að ég sit inni í stofu og sólin skín inn um gluggann, og ég er sannarlega með sól í hjarta og sinni.
Ég hef svolítið hugsað um veðrið og andlega líðan undanfarið. Áður en ég flutti til Danmerkur fyrir 9½ ári síðan þá þoldi ég ekki Ísland. Ég þoldi ekki veðrið, ég þoldi ekki hvað allt var grátt og leiðinlegt, það var allt ömurlegt hérna á klakanum og það var sko ekki spurning um að allt myndi lagast í Danmörku. Þar var grasið grænt!!! Ég man sko hvað fyrsta sumarið var FRÁBÆRT!!! Eintóm helv.... hamingja!!! Sól, já mesta hitabylgja sem herjað hafði á Danmörku í mörg ár, það var alltof heitt til að ég gæti verið úti (ég er ekki hitabeltisdýr!!) og Bakkus konungur herjaði á heimilið með allri þeirri hörmung sem því getur fylgt. Svo kom haustið, og það var sko grátt. Bæði úti, inni, í hjarta og sinni, það var bara allt grátt. Danmörk reyndist ekki lausnin.
Lausnina fann ég reyndar í Danmörku, en hún hefur samt ekkert með Danmörku að gera. Ég lærði smám saman að hamingjan er ekki áfangastaður, heldur ferðalag. Og að það getur enginn gert mig hamingjusama nema ég sjálf. Ég var alltaf að bíða eftir að blessaður kærastinn gerði mig hamingjusama en það þveröfuga gerðist, ég var bara ótrúlega óhamingjusöm og fannst allt sem hann gerði vera "eitthvað sem hann gerði mér"!! Svo giftist ég honum! hehe, já, það reyndist heldur ekki lausnin, en ég get fullyrt að ég er hamingjusamlega gift honum í dag. Það er ekki honum að þakka :) því þó hann sé yndislegur þá þarf ég að vera í andlegu jafnvægi og kunna að elska sjálfa mig til að þykja lífið yndislegt. Það hef ég sem betur fer lært, og ætla bara að vona að ég haldi áfram að læra alltaf meira og meira um lífið og hamingjuna.
Þá kemur loks að þessu með veðrið. Ísland var sem sagt grátt, ljótt og leiðinlegt. Í dag er Ísland fallegt og yndislegt, það er Danmörk líka. Og allt hefur þetta að gera með hvernig mér líður. Ég er alltaf að heyra fólk tala um hvað sumarið hafi verið ömurlegt á Íslandi, ekkert sumar, eintóm leiðindi. Ég er ekki sammála. Mér fannst sumarið dásamlegt. Sumarið var sannarlega ekki eins heitt og sólríkt og í Danmörku, en það var samt frábært. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég bý á Íslandi núna og hér kemur ekki heitt sumar nema á ca 15 ára fresti. Afhverju eru íslendingar alltaf jafn hissa á því?
Í gær þegar ég var að keyra heim sá ég að það hafði gránað í fjallatoppa (sem ég man ekki hvað heita en eru austan við Esjuna). Ég fékk allt í einu minninguna um vanlíðan og pirring fyrri tíma, ég man að mér fannst alltaf allt búið þegar fór að grána í fjöllin!!! Spáiði í það, hvað ég lét allt utanað stjórna mér og minni líðan! Í gær gat ég notið þess að horfa á fjallatoppana, og séð fegurðina. Það finnst mér stórkostlegt, og ég er mjög þakklát fyrir það.
Svo á meðan ég skrifaði þetta hér að ofan söng 3 ára sonur minn inni í herbergi: "Ísland er landið mitt". Hann er heillaður af landinu og öllum fjöllunum. Hér er ein mynd sem er tekin af honum í stofunni hjá mömmu og Jóni Þór þar sem hann horfir dáleiddur yfir á suðurfjallið
Er lífið bara ekki stórkostlegt?!
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ sæta
Það er svo gott að lesa bloggið þitt. Já Ísland er landið.
Vil ég gæti verið á sama máli um Dk en við vitum nú sjálfsagt báðar afhverju það er.
Elska þig
kv María
María Katrín (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 20:44
Æ sæta
Það er svo gott að lesa bloggið þitt. Já Ísland er landið.
Vil ég gæti verið á sama máli um Dk en við vitum nú sjálfsagt báðar afhverju það er.
Elska þig
kv María
María Katrín (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 20:45
smá piklis
María Katrín (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 20:46
hehe.
Elska þig líka, mega mikið.
ólöf ósk , 5.10.2006 kl. 21:19
hehe, þetta var sko ég sjálf, bara innskráð sem Ólöf Ósk :) en hún elskar þig sko líka svo þetta er allt í goody :)
Knús...
SigrúnSveitó, 5.10.2006 kl. 21:22
Ó, hvað þetta var góð færsla og rétt og sönn. Mikið er ég ánægð yfir því að láta ekki lengur hluti eins og veðrið hafa áhrif á líðan mína og færslan þín minnti mig á það. Lífið er sannarlega dásamlegt, bæði í góðu og vondu veðri. Allt hefur sinn sjarma. Fer til London um helgina en voða væri gaman að sjá þig/ykkur fljótlega eftir það. Knús til kátu krakkanna!
Gurrí (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 21:31
takk, elskan :) og góða ferð og skemmtun í London. Og engar sveiflur með föllum og hnésköðum ;) ertu laus við saumana?
Knús...
SigrúnSveitó, 5.10.2006 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.