Leita í fréttum mbl.is

2. febrúar - kyndilmessa

Heyrði þessa vísu í dag...spurning hvort þetta sé satt...:

Ef að sól í heiði sést,
á sjálfa kyndilmessu.
Snjóa vænta máttu mest,
maður upp frá þessu.

Hér skein sólin glatt í dag...skildi það vita á mikinn snjó??!!!

--

Afmælisbarn dagsins er heimsins besti stjúpi!  Jón Þór og Jón Ingvi

Elsku Jón Þór á afmæli í dag.  Jón Þór er 59 ára.  Jón Þór og mamma byrjuðu að vera saman þegar ég var 4ra ára, og varð fljótlega fastur og öruggur punktur í tilveru tveggja lítilla telpna.

Aldrei hef ég efast um föðurást hans á mér.  

Elsku Jón Þór, mínar innilegustu hamingjuóskir í tilefni dagsins.  Vona að dagurinn hafi verið góður.  Vildi óska að ég gæti mætt í afmæliskaffið á morgun!  

En það er ekki svo langt í að ég komi, heim í sveitina og drekki góðan kaffibolla í selskap ykkar mömmu.  Mikið hlakka ég til.

Ástarkveðjur þangað til.  Þín stelpurófa, Sigrún. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Falleg kveðja til stjúpföður frá stjúpdóttur, Sigrún mín. Gefur mér yl í hjartað, þar sem ég er svo lánsöm sjálf að eiga tvo yndislega stjúpsyni. Vonandi hugsa þeir eins fallega til mín þegar þeir eru fullorðnir og líta til baka.

Hugarfluga, 2.2.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Fallegt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.2.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

til hamingju með hann stjúpföður þinn

falleg kveðja frá þér til hans.

knús í tilefni dagsins 

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.2.2008 kl. 23:02

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

p.s.

Kyndilmessa og sól!

S N J Ó R   ÓJÁ!!!

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.2.2008 kl. 23:03

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með fóstra þinn, þú hefur verið heppin með pabba.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 23:57

6 identicon

Sendum ljúfar afmæliskveðjur í sveitina til Jón Þórs, móðurbróður míns :)   R

Ragnhildur frænka & Inga Hrönn (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 12:01

7 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hjartanlega til hamingju með stjúpa þinn. Fallegt kveðja frá þér til hans.
Ert þú líka sumarkjóla- og sandala kona eins og ég... búin að fá nóg af snjónum?

Linda Lea Bogadóttir, 4.2.2008 kl. 10:58

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk öll.

Linda...ég er ekki sérlega mikil sólarkona, en ég ELSKA sumarkjóla og sandala...bara ef það er ekki OF heitt...! 

SigrúnSveitó, 4.2.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband