29.1.2008 | 14:35
Mikið líður mér vel!
Búin að fara að æfa og búin að rabba við ÆM. Sem sagt búin að rækta bæði líkama og sál í dag. Ekki að ég verði nokkurntímann búin...
Mikið er ég þakklát fyrir lífið, lífið sem ég á í dag. Ég hef stundum sagt að ég hafi prófað að vera í helv... og veit hvernig er að vera þar. Mig langar aldrei aftur þangað!!!
Meðan ég var í helv... var ég búin á því, bæði á líkama og sál. Ég var bakveik...ung kona! Og hélt að það væri mitt hlutskipti í lífinu. Ég grét mikið, og átti mjög bágt í alla staði...fannst mér. Sjálfsvorkunin var óendanleg. Allir voru að gera á minn hlut...fannst mér. Ég var náttúrlega nafli alheimsins...
Eftir að ég hélt af stað upp fjallið, í átt að andlegu heilbrigði þá hef ég öðlast nýtt líf. Andlega upplifun hef ég öðlast. Ég reyndar sá það ekki fyrr en mér var bent á það, af mínum heittelskaða. Ég hélt nefninlega að andleg upplifun fælist í að fá eldingu í skallann...eða eitthvað álíka!!
En nei, mín andlega upplifun hefur m.a. falist í því að ég er í dag líkamlega heil líka. Ég er ekki lengur bakveik kona, sem þarf að liggja frá nokkrum sinnum á ári út af skessuskoti (eða þursabiti...eftir hvar maður er á landinu).
Að hugsa sér, að mín líkamlegu veikindi skildu stafa af andlegri vanlíðan. Vanlíðan út af ýmsu sem ég hef upplifað um ævina.
Þannig að þið sjáið, mig langar aldrei aftur að heimsækja helv... been there, done that! Og ég óska engum að vera þar.
Því miður veit ég af fólki þar, fólki sem mér þykir vænt um. Ég fæ sannarlega að upplifa minn vanmátt...mig langar sannarlega að grípa inn í og BJARGA þessu fólki.
En ég veit, af fenginni reynslu, að ég get ekki bjargað neinum nema sjálfri mér...með aðstoð ÆM.
Hins vegar get ég verið góð fyrirmynd, sýnt út á við að ég er ekki sú sem ég var, sýnt með framkomu minni að ég hef öðlast nýtt líf. Og það geri ég, eftir fremsta megni.
Einu sinni gaf Einarinn minn mér lyklakippu sem mér þykir svo óendanlega vænt um, á henni stendur:
18.11.98 - This day my new life began!
--
Over and out!
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegt, Sigrún mín. Komandi frá fallegri konu. Til hamingju með lífið.
Hugarfluga, 29.1.2008 kl. 14:55
Góður pistill og falleg gjöf.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.1.2008 kl. 15:22
Elskulega vina, ég samgleðst þér svo innilega, þú ert svo heil í öllu sem ég hef kynnst að það hvarflar ekki að manni í fyrstu að þú sért búin að þramma gegnum helv. en hinn ÆM er það besta og hjálpar mann í gegnum þunnt og þykkt það er víst og satt. Takk fyrir að deila þessu með okkur og eigðu ljúfastan dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 15:54
Hrönn Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 19:55
Sæl Sveitamær.
Takk fyrir kommentið á blogginu mínu. Ég svara því hér.
Það geta allri komið í þessa prjónagrúppu. http://groups.yahoo.com/group/garnaflaekja/?yguid=320545851
Hér er slóðin á hana. Þú þarft að sækja um aðgang, með því að skrifa aðeins um þig og þína handavinnu. Svo verður þú samþykkt og getur verið með okkur!!
Kveðja
Berglind
Berglind , 29.1.2008 kl. 20:30
Guðrún Jóhannesdóttir, 30.1.2008 kl. 00:40
Alltaf svo ljúft og notó að lesa pistlana þína *knús* til þín mín kæra :-)
Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 12:33
yndisleg færsla, takk fyrir að deila þessu með okkur.
Kærleikur og Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 14:18
Hljóp hlýja í hjartað við þennan lestur.
Linda Lea Bogadóttir, 30.1.2008 kl. 16:59
Ég elska bloggið þitt, mér finnst þú þessa fulkomna kona sem ég hélt að væri ekki lengur til. þú hugsar djúpt og ert á andlegum nótum, ósérhlífinn, elskar svo mikið umhverfi þitt (Einarinn þinn og börnin). Ofan á allt þetta ertu ofurkona í handavinnu, eldhúsinu og hjúkrar sjúkum. Þú virðist geta allt á þinn hárfína hátt, þar sem ást og alúð fara saman.
Það eru forréttindi að lesa um slíka konu. En segðu mér eitt hvað gerðist 18.des1998. Geturðu miðlað svo fleiri fái að njót.
Ein sem dáir þig á bloggonu og afstöðu til lífsisn. Sigríður H
sigríður H:Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 05:29
Takk fyrir þetta öll sömul.
Sigríður, ég bara fæ tár í augun! Takk fyrir kærlega. Ég vil endilega segja þér - og öðrum sem vilja heyra - meira frá því hvað gerðist 18. nóv. 1998, og í framhaldinu, en vil ekki gera það hérna á blogginu. Endilega sendu mér tölvupóst á sveitamaerin[at]yahoo.dk og ég miðla þér af reynslu minni.
Með kærleika
SigrúnSveitó, 31.1.2008 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.