Leita í fréttum mbl.is

Tinna vinkona mín

Var að tala við vinkonu mína, Tinnu.  Töluðum í 1 klukkutíma og 10 mínútur... Ég er þakklát fyrir Skype...annars hefði símtalið kostað miklu meira!!!  Tinna býr í Græsted og er mamma hennar Idu hans Jóhannesar míns Wink

Við kynntumst haustið 2003, í mömmugrúppu.  Þegar Jóhannes og Ida voru litlir ungar.  Reyndar höfðum við vitað af hvor annari síðan sumarið 2000 en þá voru Ólöf Ósk og Emil, elsta barnið hennar Tinnu, saman í leikskóla.  Upp úr þessum kunningsskap í mömmugrúppunni myndaðist sterkur vinskapur.

Þegar ég fór til Danmerkur í febrúar á síðasta ári, og var í mánuð v. skólans, þá bjó ég hjá Tinnu og fjölskyldu.  Ekki bara ég, heldur var ég með Jóhannes með mér.  Þar á bæ er nóg Heart-pláss og um leið nóg pláss fyrir gesti. 

Tinna er ein af þeim sem ég sakna mest frá Danmörku.  En með gleði í hjartanu hugsa ég til allra stundanna sem við höfum átt saman og til stundanna sem við eigum eftir að eiga saman!!!  Ef allt fer sem planað þá á ég eftir að eiga með henni góðar stundir í sumar!!!

byrjunin á kjólnum!

-- 

Annars er lítið að frétta ...ég er byrjuð á kjólnum!!!

Svo er vinna í dag...sem tefur mig frá prjónaskapnum...Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband