25.1.2008 | 20:05
Vetur!
Mér finnst eiginlega fyndið hvað allt fer upp í loft þegar það kemur vetur. Töluðum oft um það í Danmörku að þar færi allt í pat...en hér virðist það líka gera það. En samt ekki á sama hátt. Mér þótti t.d. mjög indælt í morgun, þegar ég fór með Jóhannes í leikskólann og hin tvö í skólann að ég gat verið viss um að starfsfólkið væri mætt til vinnu! Ekki fast einhversstaðar "ude på marken"!
Hins vegar vælir fólk og pípir..."það er SVOOOOOOO kalt"!!!! "Ooooooohhhhh (gremjuhljóð) viljiði SJÁ veðrið!!!"
Jamm. Vitiði hvað mér finnst frábært? Að heyra vindinn gnauða úti. Ég á svo margar góðar minningar frá dögum þar sem vindurinn blés, skafrenningur! Við systur, ég og Lilja, úti að grafa snjóhús í stórum skafli, stungum bara hausnum inn í holuna í mestu vindhviðunum. Allt á kafi í snjó! Ófært. Vera keyrt á snjósleða í skólann! Eða á Zetor á þorrablót!
Mér finnst æði að sjá börnin mín upplifa snjóinn. Jón Ingvi LENGI á leiðinni heim úr skólanum því það er svo mikið að gera leika á leiðinni heim. Rjóður í kinnum og með gleðibros á fallega andlitinu.
Jóhannes hlaupandi í snjónum með stórt bros.
Ólöf Ósk nýtur þess líka að hafa snjóinn, hún hefur verið úti með strákunum að leika í snjónum...eitthvað sem hún nennir nú ekki oft að gera!
Bara yndislegt.
Og núna ætla ég að koma þreyttum drengjum í rúmin sín!
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek sko undir þetta með þér. Skil ekki þetta væl í fólki yfir veðrinu. Nennir enginn að takast á við neitt lengur? Ég elska snjó og rok og skafla, það er svo ótrúlega gefandi að takast á við náttúruna og klæða sig eftir veðri, lenda í smá ófærð og svo bara njóta útsýnisins út um gluggana. Flet höfum við gott atlæti og húsaskjól og eigum bara að vera hamingjusöm, ég man þegar ég bjó fyrir norðan og fór á snjósleða á ball, ein af þessum eðal minningum. Hafðu það gott elskan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 20:36
Já það er oft eins og við séum að snjó í fyrsta sinn. Annars held ég að þetta sé mest vegna þess að snjórinn truflar svo oft daglegt líf margra. Það þarf ekki mikinn snjó hér í Reykjavík til að umferðin fari öll í hnút og alls konar skipulag fer út um þúfur hjá fólki. Ég hef alltaf verið hrifin af snjó og vetri, finnst þetta bara notalegt og oftast skemmtilegt, margar góðar minningar tengdar snjó :)
Thelma Ásdísardóttir, 25.1.2008 kl. 22:10
Ég hálföfundaði einmitt strákana þegar þeir komu inn þreyttir, rjóðir og kaldir, en alsælir. Man hvað það var gaman í svona miklum snjó og hvað það var góð tilfinning þegar hitinn fór að ná fram í táslur og putta aftur og maður fann þreytuna ná yfirhöndinni. Besti svefn í heimi er eftir ærsl í snjónum!
Hugarfluga, 25.1.2008 kl. 23:39
ég man líka eftir svona vetrarveðrum á íslandi, frábært í minninguni, fengum viku svona í fyrra hérna í dk. hafðu fallegan dag mín kæra Bless steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 09:16
ég man líka eftir svona vetrarveðrum á íslandi, frábært í minninguni, fengum viku svona í fyrra hérna í dk.
hafðu fallegan dag mín kæra
Bless
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 09:16
Það er alltaf gott að labba úti í vonda veðrinu, finna vindinn blása í bakið og heyra vindinn gnauða í öllu sem fyrir er. Túnglið veður í skýjum, mismunandi fullt og það besta af öllu er: Maður er EINN með sjálfum sér.
Fæ alltaf orku úr svona vondu veðri.
Svo er svo sætt með kerti í glugga, eitthvað heitt í bolla, "soft" úr útvarpinu og allir húsandar kofans með manni.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 26.1.2008 kl. 11:24
Snjórinn! hann er bara fínn á þessum tíma, svo framarlega sem ekki eru mikil hríðarveður, og já börnin, þau elska þetta hvíta efni sem er hægt að móta og hnoðast í, gera snjóhús o.m.fl. Var að vinna á leikskóla í nokkur ár, og þessir litlu ormar mínir þar voru aldrei eins sæl og þegar hægt var að böðlast í snjónum
ljós
Guðrún Jóhannesdóttir, 26.1.2008 kl. 11:26
Fæ aldrei nóg af snjó - mér finnst þetta frábært veður. Ösla út í skaflana á morgnana með Stubbaling. Maður þarf bara að passa sig að vera nógu vel klæddur!!
Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 12:27
Man að það sem ég saknaði einna mest þegar ég bjó í svíþjóð var einmitt almennilegur snjór og brjálað veður hreinilega. Elska bara snjóinn og flest allt sem honum fylgir
Dísa Dóra, 26.1.2008 kl. 13:29
Ég fæ heimþrá þegar það er brjálað veður hér í Svíþjóð... skrýtið.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.