Leita í fréttum mbl.is

Ýmislegt bardúsað...

...hérna í mínu koti.

Er sko búin að æfa, reyna að drekka ódrekkandi kaffi eftir ræktina, spjalla heillengi við Grétu, baka pylsuhornin (og krakkarnir að verða langt komin með þau...verð að baka 3 falda uppskrift næst til að eiga í frystinum...), búin að versla, sækja Jón Ingva í skólann...og fleira.

Ég er líka búin að þæfa eina lopapeysu...setti (viljandi) peysu sem var of stór á Einar í þvottavélina, á venjulegt prógramm á 40° og hún passar ca á Jóhannes núna!!!  Sé eftir að hafa ekki tekið mynd af henni áður...  Ætla að búa til eitthvað úr þessum lopaklumpi, veit ekki alveg hvað.  En t.d. "magabelti" á pressukönnu eða pottaleppa (alltaf að spá í jólagjafirnar sjáið til...!)  Er núna að prófa að gera nælu úr ullarefni... 

En ég er sko þreytt núna, og langar mest að skríða undir sæng...en er frekar að spá í að skera grænmeti fyrir kvöldmatinn... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég sé að þú átt ansi mikið af uppskriftum, ekki áttu uppskrift af kryddbrauði með engu haframjöli?

Erna (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Myndarskapurinn í þér ríður nú ekki við einteyming.  Þú ert svo dugleg stelpa.  Hafðu það gott í rokinu og bleytunni.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 18:37

3 identicon

Þú ert sko dugleg kona. Geturu ekki lánað mér smá af þessum dugnaði

Bryndís R (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 18:46

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Erna, ég á ekki uppskrift að kryddbrauði án haframjöls :( en ég hef þig í huga ef ég dett um eina slíka ;)

Takk görls! Ég verð að setja inn myndir fljótlega... 

SigrúnSveitó, 22.1.2008 kl. 19:08

5 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Notalegt að heyra svona sögur um prjónaskap. Maður kemst bara í gott skap.

Gunnar Páll Gunnarsson, 22.1.2008 kl. 22:04

6 identicon

Hvað mig vantar alla þessa orku þína Sigrún og ég tala nú ekki um prjónaskapinn, sem er bara ekki að gera sig hjá mér.

ást og kossar  

jóna björg (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 08:43

7 Smámynd: Hugarfluga

Til að svara spurningu þinni, þá er Nigella breskur sjónvarpskokkur. Þættirnir hennar hafa verið sýndir á RUV. Ég er næstum hissa að þú; matgæðingurinn sjálfur, skulir ekki hafa fylgst með þáttunum! hehe

Hér er síðan hennar:  Nigella 

Hugarfluga, 23.1.2008 kl. 14:54

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Ok, ég horfi bara svo lítið á sjónvarp... En ætla að skoða heimasíðuna hennar ;) Thanks!

SigrúnSveitó, 23.1.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband