21.1.2008 | 14:44
Hitakrampar og magaæfingar
Mánudagur...Jóhannes heima í dag. Hann er búinn að vera lasinn, var með háan hita um helgina. Ég á svo erfitt með að þola þegar hann er með hita. Vegna þess að þegar hann var 13 mánaða fékk hann hitakrampa og við héldum að hann væri að deyja...blár, stífur, sást bara í hvítuna í augunum...þetta virtist heil eilífð. Síðan þá þarf ég alltaf að hafa hann hjá mér þegar hann er með hita, day AND night!!!
Hann fékk aftur hitakrampa í febrúar á síðasta ári, þegar við vorum í Danmörku, ég og hann. Það var óhugnanlegt, en ég var rólegri...amk á yfirborðinu...skalf og nötraði inn í mér.
Þegar hann rankaði við sér var Ida, vinkona hans, grátandi. Síðan þá hefur hann oftar en einu sinni sagt; "Mamma, ef ég verð lasinn þá fer Ida að gráta".
Enginn hitakrampi um helgina, en hár hiti.
Núna er hann mjög ferskur, og jafnvel hitalaus...er reyndar oftast ferskur þó hann sé með hita...
--
Ég og Gréta fórum að æfa í morgun, það er verið að pína okkur þvílíkt í æfingunum...stelpurnar sem þarna vinna eru alltaf að koma með nýjar og nýjar æfingar...með bolta...sem taka GEÐVEIKT á magavöðvunum...en ég er strax farin að sjá framfarir, æfingar sem ég gat með herkjum gert 4 sinnum fyrir viku fór ég létt með að gera 10 í morgun!!!
Við sjáum fram á að vera mjög fitt eftir mjög stuttan tíma!!!
--
Prjónaði tvo nýja hatta um helgina...einn svartann og einn vínrauðann...þeir eru í þæfingu as we speak!!! Mjög spennó! Þessi svarti á að vera afmælisgjöf til vinkonu minnar í Danmörku, sem verður fertug á miðvikudaginn.
Vá, skrítið til þess að hugsa að vinir mínir séu að skríða í fertugt. Hljómar eitthvað svo skringilega. Ég man bara þegar þrítugt var far far away, og mér fannst það geðveikt gamalt! Núna er ég sjálf 37 og hefur aldrei liðið betur. Er í fínu formi, andlega og líkamlega.
Og vitiði hvað gerðist í morgun...fór út í bíl að sækja símann fyrir Einar...og þegar ég kom til baka flaug ég á hausinn í hálku...við útidyrnar hjá okkur...!!! Meiddi mig bæði í hnénu og úlnliðnum...samt ekkert alvarlega. Sem fékk mig strax til að vera þakklát fyrir að brjóta ekki á mér úlnliðinn...og rífa ekki liðþófann í hnénu!!!
--
Jæja, best að kíkja í hrærivélina...ég meina auðvitað þvottavélina...og sjá hvernig þæfingin tókst!! (Það er sko bleikt vöffludeig frá í gær í hrærivélarskálinni...gott að prjónadótið mitt er ekki þar!!)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.1.2008 kl. 16:13
Æjá! Hitakrampar eru skelfileg upplifun!!!
Gott að prjónadótið er ekki í hrærivélinni ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 21.1.2008 kl. 17:14
kvitt kvitt
man eftir grænu vöffludeigi heima hjá mér, það var skagamær sem steikti grænu vöfflurnar
Guðrún Jóhannesdóttir, 21.1.2008 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.