19.1.2008 | 15:40
Laugardagur til lukku
Ég svaf á mínu græna til hálf 10...með nokkrum "vöknum" frá kl 6.37. Strákarnir voru, sem sagt, vaknaðir frekar snemma...og voru að bíða eftir danska barnatímanum sem byrjar kl. 7.00. Svo heyrði ég ekki mikið í þeim fyrr en þarna upp úr kl. 9.
Smellti mér framúr og gerðist aktív. Lét þvottavélina skola og vinda þvottinn sem ég nennti ekki að hengja upp í gærkvöld, setti svo í aðra vél, bjó til berjamix handa okkur mæðgum í morgunmat (frosin jarðarber, AB-mjólk og Agavesíróp) nammi namm!
Íþróttaskólinn var kl. 12.20 og það er svo gaman að fylgjast með Jóhannesi þar. Hann blómstrar þegar kemur að hoppi og skoppi.
Jón Ingvi var búinn að bjóða afa sínum og ömmu í vöfflukaffi, en því var frestað til morguns. Hann hlakkar voða mikið til. Þetta er framtakssemi í honum. Dugnaðardrengurinn okkar
Mikið á ég erfitt með að finna eitthvað í matinn þessa dagana. Við höfum ekki gert vikumatseðil síðan fyrir jól, og mikið svakalega munar um það. Mér finnst svo gott þegar við höfum öll verið með í að ákveða matseðilinn, þá slepp ég alveg við að bræða úr heilanum úti í búð...
En mér tókst samt að ákveða matseðil kvöldsins:
Lambakjöt og ofnsteiktar kaftöflur, skornar í báta og kryddaðar með basilíku, bernais og ofnbakað grænmeti:
púrrulaukur, gulrætur, sveppir, sæt kartafla (hefði sett broccoli...en hausarnir sem voru til í Krónunni voru ekki lystugir...), hvítlaukur. Sett á pönnu og mýkt svolitla stund. Svo setti ég rjóma, hvítlauksost, grænmetiskraft (einn tening), basilíku og pipar út í. Lét ostinn bráðna og setti svo í eldfast mót.
Slafr...hlakka til að borða kvöldmat!!
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jummí girnó
Bryndís R (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 16:09
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.1.2008 kl. 16:39
namm - hvenær er matur?
Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 17:04
Jammí
Jóna Á. Gísladóttir, 19.1.2008 kl. 17:38
Æðislegur matur nammi namm. Ég bakaði spelt brauðið í gær, æðislega gott, bakað það 20.mín lengur en sagt var og þá var það fínt. Verði ykkur að góðu kvöldmaturinn.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 17:43
jummí hljómar vel hjá ykkur! :) Við ætlum að launa okkur með steik á veitingahúsinu .. smá verðlaun eftir afrek dagsins! Hafið góða helgi!
Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 18:05
Mmmm þú ert svo mikill listakokkur. Hér á heimili var eldaður besti hamborgari í heimi (eða svo sögðu strákarnir) og ég held að það séu bestu meðmæli sem ég hef fengið með eldamennsku minni .. hehe.
Hugarfluga, 19.1.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.