Leita í fréttum mbl.is

Afmælisbarn dagsins...

...er elsku besta tengdamúttan mín.  Og án efa heimsins besta tengdó!!! 

Ég man mjög vel fyrsta skiptið sem ég hitti hana.  Það var í lok september 1995.  Einar hafði nýlega sagt henni að hann ætti von á barni (úbbs...) og Siggu Báru langaði að hitta þessa stúlku...

...ég var vægast sagt MJÖG stressuð þegar Einar sagði mér að mamma hans myndi hringja í mig...og ekki varð ég minna stressuð þegar hún loksins hringdi og vildi hitta mig...

Ég man ég var í brúnum óléttukjól og röndóttum sokkabuxum þar sem ég stóð í anddyrinu á gamla Moggahúsinu í Aðalstræti...

...og niður kom þessi röggsama kona sem átti bræddi hjarta mitt við fyrstu kynni.

Hún bauð mér í súpu á Kaffi Reykjavík, og við spjölluðum um heima og geima.  Ég held að stressið hafi rjátlast af mér mjög fljótlega.

Frá þessum degi hefur verið kært á milli okkar, og við höfum átt ófáar, langar og yndislegar stundir saman, m.a. þar sem við höfum setið og talað fram á nótt.

Ég þakka sannarlega fyrir öll árin og hlakka til margra fleiri.

Elsku Sigga Bára, ég vona að dagurinn hafi verið góður og að sólin skíni sínu bjartasta í hjartanu þínu.

Og hér er ein mynd af okkur, ásamt Siggu, mömmu hennar Siggu Báru.

 

amma Sigga, ég og Sigga Bára


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með tengdamömmu þína

Bryndís R (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með tengdamömmu þína, góðar tengdamæður eru ómetanlegar. Ég hef fleiri en eina og alltaf verið heppin. 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.1.2008 kl. 20:41

3 Smámynd: Hugarfluga

Til hamingju með tengdamúttuna! Það er dásamlegt að eiga eina slíka að!!

Hugarfluga, 18.1.2008 kl. 22:14

4 identicon

ohh, ég fæ nostalgíu við að sjá ketilinn hér að neðan og er orðin græn, ég vil soooonaaaa.

kosskossogknúsknús 

jóna björg (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 22:35

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi hvað þið eruð heppnar. Og ekki síður maðurinn þinn  Örugglega ekki fjör að eiga konu og mömmu sem eru upp á kant.

En ég er ekki sátt við að gaurinn hafi sent þig eina á fund tengdó í fyrsta skipti  Vil fá skýringu á því.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.1.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband