11.1.2008 | 14:46
Dagurinn í dag
Fór á fætur með skólabörnunum og síðan skriðum við upp í aftur, ég og Jóhannes. Hann horfði á eina mynd meðan ég dottaði. Ekki hægt að sofna fast við hliðina á honum, því hann er alltaf að knúsa mig og kyssa, sem er bara yndislegast
Við fórum svo að versla og heim að borða hádegismat. Það nýjasta hjá strákunum er brauð með osti, tómatsósu og SS pylsum. Jón Ingvi vill helst danskt rúgbrauð - mørk maltet fra COOP - en hann var svo heppinn að Tinna vinkona mín sendi honum eitt stykki með jólagjöfunum!! Mikil sæla!
Hringdi í Lilju sys. Alltaf svo hressandi að heyra í henni, hún er ofur-virk og aldrei lognmolla kringum hana. Vorum að ræða væntanlega fermingu og það sem henni tengist.
--
Ég prjónaði hatt í gærkvöldi (þennan hvíta á myndinni), hann er núna í þvottavélinni í þæfingu...spennandi að sjá. Er reyndar búin að setja hann eina ferð í þvottavélina en hann þæfðist ekki nóg. Nú fékk hann lengri þvottatíma...svo við sjáum hvað gerist! Mjög spennó. Ég ætla reyndar að sleppa þessu gráa sem er á myndinni. Kann ekkert á þæfingarnál og eitthvað svoleiðis...
Svo er ég búin að finna peysuna sem mig langar að prjóna mér. Hún er hér (þarf að klikka á bls. 30-31), þessi bláa með hettunni (sem strákurinn er í, hún er til í barna- og fullorðinsstærðum). Ég ætla reyndar að prjóna hana úr lopa en er ekki búin að ákveða litinn. Mér finnst hún mjög flott, og er sérstaklega veik fyrir hettunni!!!
Hins vegar held ég að ég þurfi að fara að gera prufa varðandi þetta að prjóna uppí rúmi og hvað ég er alltaf stífluð í nefinu...kannski er ég stífluð af loparykinu...er að spá í að prófa að taka ofnæmispilly fjótlega...
Annars fann ég þokkalega fyrir ilmefnaofnæminu í nótt og morgun. Einar þvoði sér með sápunni sem Norðurál skaffar, eftir kvöldvaktina í gær. Venjulega er hann með Neutral sápu sem við kaupum sjálf...en hún var búin. Hann angaði langar leiðir...eða ég fann lyktina langar leiðir. Og í morgun meira að segja klæjaði mig...sem er nýtt. Það var verið að benda mér á að tala við ofnæmislækni þar sem þetta ilmefnaofnæmi mitt er að versna...kannski ég finni mér einn...vitiði um einhvern góðann???????
--
Jæja, ætla að gera eitthvað...já, kannski kíkja á þæfingarverkefnið mitt...
Knús&kossar...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178737
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég á mér þann draum að verða e-n tíman eins myndarleg og þú (-og Salný og Úrsúla...). Það er ekkert svalara en að geta bara prjónað það sem mann langar til. Annars hjómar það alveg hræðilega að vera með svona ilmefnaofnæmi, sviði, höfuðverkur, kláði og allavegana einkenni. Það er líka svo erfitt að komast hjá því að umgangast fólk með ilmefni (get ég ímyndað mér) Ég er ekki með neitt ofnæmi en mér finnst svitalykt og hvítlaukslykt mun skárri heldur en margar "góðu lyktirnar". Kær kveðja úr gráa rigningarveðrinu í Odense:)
Jóhanna (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 15:39
Þekki engan ofnæmislækni - desverre.....
Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 17:49
Geggjaður hattur, þú verður að setja inn mynd af þér með hattinn þegar hann er tilbúinn. Kíktu á ja.is og flettu upp ofnæmislækni, betra að komast að þessu sem fyrst svo þú þurfir ekki að fá þessi ofnæmisköst, hef heyrt að þau séu erfið, ofnæmi er eitt af því sem ég hef sloppið við hingað til sjö-níu-þrettán. Hafðu það gott mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 19:44
Flottur hattur.Innlitskvitt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:13
Besti ofnmæmislæknir landsins
Unnur Steina Björnsdóttir Læknasetrið ehfÞönglabakka 6
109 Reykjavíksetrid@setrid.isx 535 7700Kort Tímapantanir mánud. - fimmtud. kl 9-17 föstudaga kl. 9-16 Netfang vegna tímapantana setrid@setrid.is - heima Vesturströnd 27 x 552 8187 Sérgrein: Lyflækningar, ofnæmis- og ónæmissjúkdómar
Dísa Dóra, 12.1.2008 kl. 19:18
Takk stelpur.
Og kærar þakkir Dísa Dóra. Ég ætla að hringja í þessa konu!
SigrúnSveitó, 12.1.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.