Leita í fréttum mbl.is

Fréttir dagsins af sveitópíunni á Skaganum!

Jæja, svona er morguninn búinn að vera hjá mér:

- Vekjaraklukkan hringdi kl. 6.50 og mér tókst með herkjum (verð örugglega seint morgunmanneskja...) að drösla mér út úr rúminu.  Vakti börnin, setti morgunmat á borðið, smurði nesti, og skreið undir sæng aftur og kúrði smá stund með yngsta manninum.

- Fór nokkrum sinnum framúr til að "redda málunum"...hinum ýmsu málum.

- Kyssti skólabörnin bless.

- Setti Pétur Pan í videótækið og skreið undir sæng aftur...

- SOFNAÐI!!!

- VAKNAÐI þegar minn heittelskaði kom heim af næturvakt kl. 8.52 og skreið ÍSkaldur undir sængina til mín...birrrrrr...nú veit ég hvernig honum líður á næstum því hverju kvöldi þegar ÉG skríð ísköld undir sængina og HEIMTA að hann hlýji mér... En það var SAMT notalegt að knúsa ástina mína smá áður en ég skreið undan sænginni og leyfði honum að fá svefnfrið...hann er sko að fara á kvöldvakt svo hann fær bara að sofa til 14.30...Sleeping

- Smellti mér í föt.......og haldið ykkur nú fast; fór í æfingagallann!!!  

- Gaf yngstamanninum morgunmat...hann valdi sér gordon bleu...kalt frá í gærkvöldi...og vatnsmelónu í eftirmat...

- Skutlaðist upp á leikskóla með ungann minn og æddi í ræktina.  

- Gladdist mikið í hjarta mínu þegar ég mætti í ræktina og Dóra vinkona mín var að vinna!!  Spjallaði við hana allan tímann sem ég puðaði og hálftíma betur en það, yfir kaffibolla á eftir.  Fattaði þegar ég labbaði stirð niður stigann að ég GLEYMDI að teygja...O well...geri bara betur næst Wink

- Fór í búð, sem heitir því skemmtilega nafni "Ævintýrakistan" og keypti mér garn...og freistaðist til að kaupa mér enn eina prjónabókina...bara stóðst ekki mátið...hún var MJÖG skemmtileg og verður pottþétt notuð vel og lengi!!!  Full bók af flottum uppskriftum að vettlingum, grifflum, hólkum (?), húfum og höttum!!! (Svo nú get ég hafist handa við jólagjafirnar!!! ...kannski fjölskyldan sé orðin leið á að fá vettlinga...)

- NÚNA ætla ég í góða sturtu, svo ætla ég að fá mér morgunmat og því sem næst góðan kaffibolla.  Hljómar glæsilega.

--

Gangið á vegum ÆM...ef þið viljið...það ætla ég að gera! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugleg þú. Ég væri alveg til í að læra að prjóna. Hef aldrei verið neitt svakalega lagin í höndunum.

Bryndís R (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gövuð hvað þú ert dugleg.  Ég hefði nú bara haldið áfram að kúra hjá kallinum, ég ætlaði að vera dugleg í morgun, en fór framúr kl. 12.30 var búin að vera að reyna í tvo klt. missti bara alltaf meðvitund og fór í draumalandið aftur.  Nú er ég dugleg  :):) Wake Up 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 15:02

3 identicon

Dugleg.Frábærar myndirnar.Enda afskaplega fallegt fólk á ferð hehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 16:57

4 identicon

Hæ elskan, veit að jólagjafirnar frá þér fara beint inn í hjartað hjá heppnum þyggjanda.

Magnea Móberg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 17:35

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, ég er svaka dugleg   Ásdís...ég var sko alveg til í að kúra hjá elskunni minni...en vildi að hann fengi almennilegan svefnfrið þar sem hann var ÞREYTTUR...og að fara að vinna aftur áðan...og aftur í fyrramálið... Í nótt fæ ég að kúra hjá honum

Birna...já, fallegt fólk, ekki spurning.

Mamman mín, takk, þú ert BEST

SigrúnSveitó, 10.1.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband