Leita í fréttum mbl.is

Í baráttu við sjálfa mig...

...eins og fór vart fram ykkur fyrr í haust, að þá byrjaði ég að æfa af miklum krafti.  Það dró töluvert úr kraftinum í desember og ég fór í frí um jólin...og er svona eiginlega bara enn í fríi...fékk svo sms frá stöðinni í gær...; "Sæl, við hjá Curves erum farnar að sakna þín. Sjáumst vonandi sem fyrst aftur. Starfsfólk Curves."

Ok ok ok...ég er líka á leiðinni að mæta...ætlaði í fyrrdag...en fór ekki...ætlaði ekki í gær því ég vissi að ég yrði þreytt eftir kvöldvakt og á leið á aðra kvöldvakt.

Ætla á morgun...með Grétu...en nú var ég að fá sms frá Grétu sem kemst ekki á morgun...og þá byrja ég - í mínum klikkaða haus - að réttlæta það að ég sleppi því líka...!!

Sjáum hvernig þetta fer í fyrramálið!!

--

Nú er allt að gerast í húsinu, Einar er á fullu að undirbúa bílskúrshlutann...og hluta hússins, undir flotun.  Múrarinn kemur á föstudaginn og flotar!  Þá getur ástin mín farið að setja upp veggi!!  Jamm, þetta er sko spennó.  

Spáiði í að fá að flytja í hús sem ástin hefur byggt!!  Einar hefur gaman af þessu og hann byggir þetta hús með kærleika.  Ekki amalegt gjöf til okkar allra.  

Mér finnst ég lánsamasta kona í heimi!!!  "Á" besta mann í heimi!  InLove

--

Knús og kærleikur út í universið Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skora á þig að mæta í ræktina á morgun!!! :D  Nú ef ekki þá mætiru bara næsta dag .. það má líka ;)    tíhíhí   Hvernig fór annars með gömlu (núverandi) íbúðina ... voru þið búin að selja ??  Þið er svoooo dugleg í þessum framkvæmdum .. hlakka til að sjá.  MIKIÐ búið að gerast síðan við sáum síðast :)  *knús*

Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 20:48

2 identicon

Þú átt þá alla vega kort í ræktina. Það er meira en ég get sagt

Bryndís R (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 20:59

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Auðvitað mætirðu stelpa!!

Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 21:00

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Ok, ég þoli ekki þessa pressu...ég mæti... (þið fáið nánari fréttir á morgun!!!)

Ragnhildur, við erum ekki búin að selja.  Það kemur þegar það á að koma.
Hlakka til að sýna ykkur húsið 1. mars, þá verða komnir allskonar veggir og fínerí!!!

SigrúnSveitó, 9.1.2008 kl. 21:04

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Iss, ég mundi sofa eins lengi og ég gæti, það er nú bara janúar.

 Treadmill      Wake Up  hvort líst þér betur á???

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 22:27

6 identicon

Njóttu þess bara meðan þú ert að latast, viljinn kemur svo ef þú hugsar fallega til hans. Versta er að skama sig fyrir svonalagað, þá gerist ekkert.

vorum að skoða myndirnar, það er aldeilis að koma mynd á húsið, gaman!

jóna björg (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:07

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Held ég geri bæði!!  Fór upp í aftur þegar krakkarnir voru farin í skólann, leyfði Jóhannesi að horfa á Pétur Pan á meðan...og ég svaf þangað til Einar kom heim af næturvakt rétt fyrir 9.  Nú er ég komin í gallann og til í tuskið! Ætla að skutla Jóhannesi í leikskólann og svo æði ég í ræktina.

Já, Jóna, þetta er orðið rosa flott.  Einar bar "primer" á gólfið í gærkvöldi svo nú er það tilbúið til að múrarinn komi og floti á morgun! Spennó!!! 

Knús á ykkur, stelpur, þið eruð bestar

SigrúnSveitó, 10.1.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband