9.1.2008 | 00:39
Lubbablogg!
Ég sá myndir af sjálfri mér í dag, myndir sem voru teknir á laugardagskvöldið. Ég skoðaði myndirnar með opnum hug...en fékk nett áfall yfir útlitinu á sjálfri mér...eða meira hárinu mínu...!!!
Svo í dag var hárið bara orðið - allt í einu - of sítt og ég náði því í tagl...nenni því ekki!!!
Reyndar hef ég spáð mikið í þetta undanfarna mánuði, síðan ég ákvað að gefast upp fyrir hárinu og sætta mig við, það sem ég hef kallað "strípurnar frá Guði".
Ég byrjaði að grána þegar ég var 22ja ára og mín kenning er, að þegar gráu hárin birtast svona snemma á ævinni þá sé erfiðara að sætta sig við þau (en það er kannski alls ekki þannig...). En amk. ég skammaðist mín lengi fyrir þessi gráu hár, sem sífellt fjölgaði...
En ég sem sagt skammast mín ekki lengur, gafst upp fyrir þessu og sætti mig við örlög mín
Eftir að hafa skoðað þessar myndir aftur fannst mér þetta nú ekki eins hræðilega slæmt...en samt, ég er litlaus...!!! Finnst mér. En alveg ljómandi hugguleg og sæt að öðru leiti
Eftir að hafa rætt þessi hármál við stelpurnar í vinnunni í kvöld, og fengið þar ýmsar góðar hugmyndir hef ég tekið ákvörðun!
Á fimmtudaginn, þegar ég fer með Jón Ingva í klippingu, ætla ég að panta mér tíma í; KLIPPINGUR OG STRÍPUM!!!! Ég ætla EKKI að láta lita yfir gráu strípurnar sem Guð gaf mér, ég ætla hins vegar að láta bæta við DÖKKUM strípum, til að peppa þetta aðeins upp.
Vil ekki láta lita hárið...þekkjandi sjálfa mig...er alltaf með gráa, ljóta rót þegar ég lita hárið...!!!
Hvað segiði þá?!!!!
--
Núna ætla ég að skríða undir sæng og reyna að sofna...spurning hvort ég geti sofnað strax þar sem ég svaf til kl. 13.12 í dag...remember...!!!
Knús&kærleikur...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 178859
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Líst bara vel á þetta. Er sjálf í óttarlegu basli með mitt hár, missi svo mikið núna því ég er búin að vera veik svon lengi, en það hlýtur að lagast, ég er byrjuð að grána en lita mig enn. Þú verður svo að setja innn mynd þegar þú ert búin í þessu öllu, annars fannst mér ekkert athugavert við þig þegar við hittumst. Mér fannst hinsvegar á myndunum að ég væri eins og vindmylla í túlípanagarði, ég er svo svaka stór. en það er þá svo mikið að elska eins og kall krúttið mitt segir.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 00:57
Hvar sástu þessar myndir? Væri alveg til að sjá líka
Bryndís R (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 07:16
Alltaf gaman að breyta hárinu. Stundum bið ég um að ég sé klippt sítt.....
Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 09:46
haha... spyr oft sjálfa mig hvort myndir sína eitthvað annað en spegilmynd... Ég myndast hroðalega. En hvar er hægt að sjá myndir frá fundinum góða?
Linda Lea Bogadóttir, 9.1.2008 kl. 13:11
stelpur, sendiði mér mail: sigrun[@]dengule.dk og ég maila þessu myndadóti á ykkur. Þetta á ekki að fara út fyrir hópinn ;)
SigrúnSveitó, 9.1.2008 kl. 13:52
Ok.meilið mitt er í höfundi á minni síðu ,gaman væri að fá að sjá.Kveðja á þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:39
Líst vel á að þú skellir þér í strípur og blandir við "náttúrulegu strípurnar" :) Viss um að það gæti orðið flott útkoma. Var ekki annars dinner-date á Skaganum 1. mars ???
Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 18:10
Birna, búin að senda til þín.
Ragnhildur, Júbb, dinner á Skaganum 1. mars!!! Hlakka til að sjá ykkur!!
SigrúnSveitó, 9.1.2008 kl. 18:15
Mailið mitt er á blogginu mínu. Mátt alveg senda mér linkinn
Bryndís R (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.