8.1.2008 | 14:41
Svefnpurkan ég!!
Kvöldvaktin í gær var buzy! Hef aldrei, held ég, verið á kvöldvakt þar sem hafa verið eins mikil hlaup og í gær. Veit samt ekki afhverju þetta var svona, það voru engin sérstök veikindi eða svoleiðis. En amk var ég ÞREYTT í fótunum þegar ég kom heim og reyndar ennþá þegar klukkan hringdi kl. 6.50 í morgun. Svo ég fór sko upp í aftur þegar skólabörnin voru farin í skólann, og lá þar þangað til Einar kom heim af næturvakt. Þá var Jóhannes nýskriðinn upp í til mín.
Ég fékk mér smá morgunmat með Jóhannesi áður en hann fór í leikskólann. Og þvílík gleði. Þessi drengur er ekkert smá mikill gleðigjafi. Hann er endalaust í góðu skapi og svo skemmtilegur. Nema hvað, þegar ég var búin að fara með hann í leikskólann þá fór ég heim að SOFA!!! Ætlaði að vakna kl. 12.00 en vaknaði ekki fyrr en 13.12...
...hentist framúr og fékk mér að borða. Fór svo að sækja Jóhannes í leikskólann. Svona til að ná smá stund með honum áður en ég fer að vinna aftur. Núna er hann að teikna handa mér mynd af Greengoblin...eða hvað hann heitir þarna úr Spiderman 1...
Ólöf Ósk er komin og farin, kemur aftur á eftir og fer strax...mikið að gera í vinkonustússi og sundinu. Hún er meiri skessan...alger gelgja, og sú tíð liðin þegar mamma var best...!! En af eigin reynslu þá veit ég að þetta líður hjá...á nokkuð mörgum árum reyndar...og svo vona ég að ég fái hana tilbaka aftur ;) Annars er hún litla mömmustelpan þegar hún er er að fara að sofa á kvöldin, þá vill hún bara mömmu sín´ og mamma sín´ á að breiða sængina yfir litluna sína
--
Er annars í nettu ofnæmiskasti núna...hitti eina sem ég þekki fyrir utan leikskólann og gaf og fékk nýársknús...og hún var með einhverja mega ilmlykt á sér...ég brunaði heim og þvoði mér VEL og VANDLEGA með sápu...en það dugði ekki til...ég anga enn...og mig svíður í nef og augu og klæjar og ég veit ekki hvað. Þarf að muna að biðja hana að sleppa ilmefnum áður en hún kemur næst í kaffi...
Jæja, ætla að kyssa minn heittelskaða áður en hann fer út. Hann var að vakna og er að fara upp í hús...
Knúúzzzzzzzzzzzz........
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvitt
Bryndís R (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.