Leita í fréttum mbl.is

Þrettándinn!!

Jæja, þá erum við  búin með jólin í þetta skiptið.  Ég tók niður jólatréð og allt jólaskraut í dag, og við erum nýkomin inn, eftir þrettándabrennu og flugeldasýningu.

Eitthvað er þetta allt að fara í skapið á eldri syni okkar.  Hvort það er of mikið sykurát s.l. 14 daga (og rúmlega það...smákökuát byrjaði fyrr...) eða hvort hann er bara leiður á okkur eftir of langt jólafrí...veit ekki.  En hann er eitthvað tæpur í skapinu.

Held við aflýsum bara jólunum og öllu því næst...NOT!!  

--

Í gær fór ég í skemmtilegan hitting.  Fór að hitta "nokkra" bloggvini.  Við vorum reyndar alveg slattamörg, en ekki nema fáir voru "mínir" bloggvinir...en það hefur fjölgað í bloggvinahópnum í dag.  

Það var rosa gaman.  Ég, þessi heimakæra..., kom því þannig fyrir að ég "varð" að fara...bauð Gurrí far...vitandi að hún er á minni línu, heimakær og ekki neinn djammari, og myndi vilja fara snemma heim.  Hún þáði farið þar sem hún vissi að ég væri líka á þessari línu!  

Þetta var amk mjög gaman og vorum við komnar heim á Skagann aftur fyrir hálf eitt.   

--

Ég var nokkuð dugleg í dag...þó ég segi sjálf frá...en ég tók utan af rúminu okkar og strákanna...og er búin að setja hreint á líka!  Nema ekki lakið okkar...eigum bara eitt og það er enn á snúrunni...ekki orðið þurrt enn!  Venjulega á ég MJÖG erfitt með að koma í verk að skipta á rúmunum á 2ja vikna fresti...reyni bara að hugsa sem minnst um rykmaura og öll þessi kvikindi sem geta leynst í bælinu...ojojoj...en nú fer ég að sofa í hreinu rúmi í kvella og mun sofa eins og lítið lamb Sleeping

Nóg um það.

Ást út í universið Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það var rosa gaman að sjá þig loks. Þekkti þig samt strax ;)

knús í þitt kot

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 19:34

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega var gaman að hitta, þú ert enn yndislegri en ég hafði hugsað mér og var ég nú búin að setja þig á stall.  Allavegna vorum við Hrönn komnar heim um svipað leyti og þið, sóttum hundinn hennar fyrst á Stokkseyri, algjör dúlla hann Lokharður, kyssti mig þegar hann kom inn í bílinn.  Hér eru jólin líka búin og skúringarkonan mín kemur í fyrramálið. Úti er fólk að eyða meiri peningum í flugelda, skil ekki þetta umfram magn af aurum sem allir virðast eiga, annars er áberandi hvað þetta er mest í nýju hverfunum, þar er kannski mesti yfirdrátturinn í gangi. Eigðu góða viku stelpuskottið mitt. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég þekkti ykkur líka strax! Þó er ég ómannglögg með eindæmum! Enda þorði ég ekki að giska þegar Hrönn kom...þó ég væri viss...trúði bara ekki að ég væri viss!!  Jamm, skrítin ég ;)

Takk fyrir það, ég held ég sé alveg ágæt, en þó varla til að setja á neinn stall...!  

Smútzzzzz....... 

SigrúnSveitó, 6.1.2008 kl. 21:39

4 identicon

Takk fyrir síðast

Bryndís R (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband