Leita í fréttum mbl.is

Fráááábær dagur!

Byrjaði daginn á að skella í heitan rétt...brunaði svo í Borgarnes að hitta æskuvinkonu mína, Hrafnhildi, sem þar er stödd.  Hún býr í Köben, þar sem við endurnýjuðum vináttu okkar fyrir rétt tæpum 5 árum.

Hrafnhildur og ég

Við vorum miklar vinkonur sem krakkar/unglingar en misstum sambandið. Þegar við hittumst aftur í Köben í febrúar 2003 var sem við hefðum alltaf verið í sambandi og síðan hefur ekki slitnað úr, og við munum ekki láta það gerast aftur!!

Í morgun áttum við góða stund saman, og spjölluðum um heima og geima.  Alveg ómetanlegt að eiga góða vini.  Mikið er ég lánsöm, og þakklát.

Myndin er tekin í kveðjupartýinu okkar, 8. júlí 2006, 4 dögum áður en við yfirgáfum danska grund!

---

Eftir Borgarnes brunuðum við heim og í ofninn með heita réttinn...allir í sparigallann og svo í jólaboð.  Jólaboðið var haldið í Miðgarði, hérna rétt fyrir utan Akranes (fyrir þá sem eru ekki kunnugir á þessum slóðum...) og var þar föðuramma Einars (sem er tæpl. 92 ára) og flestir af hennar afkomendum.  Mikið fjör.  Allir komu með eitthvað með sér á sameiginlegt hlaðborð, og þvílíkar kræsingar...maður minn!!  Svo var dansað kringum jólatréð, Hurðaskellir kom og svo var hið svokallaða Báru-bingó.  Stelpurnar okkar unnu báðar, Bára einu sinni og Ólöf Ósk tvisvar sinnum!!

Það var ofsalega mikið gaman.  Fullt af FRÁÁÁÁBÆRU fólki!  

---

En núna ætla ég að rjúka...ætla að lesa fyrir strákana áður en ég æði í næsta hitting...meira um það á morgun...eða í kvöld!!!

Ást til ykkar Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Gleðilegt ár, gaman að lesa um svona bisí og skemmtilegan dag.

Gunni Palli kokkur.

Gunnar Páll Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 01:32

2 identicon

knús til þín kæra frænka :)

Raggý (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband