Leita í fréttum mbl.is

Hellú!

Ekki tókst okkur það sem við ætluðum...við ætluðum sko að vakna snemma og ræsa drengina...venja þá við fyrir morgundaginn, því þá hringir klukkan 6.50 og ENGIN MISKUNN!!!

Skvísan stóð sig betur en við hin, fór á fætur 7.15, fékk sér morgunmat og á sundæfingu...eða ætlaði sér þangað.  Kom að læstum dyrum...júbb, sundlaugin lokuð þar sem það er heitavatnslaust á Skaganum.  Jamm, við ekki að kveikja á perunum...

En hún stóð sig vel, stelpuskottan.

Veit ekki alveg hvenær Einar fór á fætur...en ekki of snemma...hann kom svo inn og kveikti ljósið og sagði að við YRÐUM að vekja strákana NÚNA!!  Jóhannes, sem var upp í hjá okkur, sagði með mjórri, skipandi röddu; "Viltu SLÖKKVA ljósið!"!!!!  

Jón Ingvi morgunhrafn er farinn að sofa út...og var sem sagt steinsofandi þarna kl. 9.30!  En hann var fljótur að vakna.  Skreið svo inn til okkar og undir sæng.  Fékk að horfa á 5 þætti af "Jul i Valhal" meðan ég fór að versla.

Ætlaði að kaupa "æbleskiver", þær fengust sko í Krónunni í fyrra...en ekki til.  Þannig að ég ætla að hætta að bloggast núna og standa við gefið loforð...og fara og baka GRÆNAR vöfflur!!!  

Svo er vinna á eftir...og á morgun...og svo helgarfrí!!! 

Ást og friður Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Allt á fullu á skaganum nema heita vatnið. ::):)  EIgið ljúfa helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Grænar vöfflur!

Minnir mig á þegar barnapían mín hún Þórey Vestmann bakaði GRÆNAR  vöfflur, og mér fannst það EKKI fyndið....þá!

Núna hlæ ég oft að því hve pirruð ég varð

Hún var og er yndisleg stelpa enda Skagakona

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.1.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband