Leita í fréttum mbl.is

steikt slátur

Börnunum mínum til mikillar ánægju ætla ég að hafa steiktan blóðmör og kartöflumús í kvöldmatinn...

blóðmör 

Mér hefur alltaf fundist slátur hinn mesti herramannsmatur, og vil að sjálfsögðu gera mitt til að miðla þessum þjóðarrétti íslendinga áfram til barnanna minna!!  

Ég man þegar ég og Erla systir bjuggum í Mávahlíðinni 1991 (ásamt Guðnýju, en hún borðar ekki slátur svo hún er sko ekki með í þessari minningu;) að við vorum oft ansi blankar.  Enda fór mestur hluti launa okkar í sígarettur og fyllerí!!  Ég man einu sinni í lok mánaðar að við áttum ekki krónu með gati fyrir mat en vorum sársvangar.  Svo við fengum lánaðan einhvern smá pening hjá pabba og æddum beint út í búð og keyptum okkur blóðmör og kartöflumús og héldum veislu!!  Guðný var að vinna annars hefði hún örugglega ekki orðið glöð...henni finnst slátur vægast sagt ógeðslegt.

Læt ykkur vita á eftir hvernig börnunum mínum finnst...hehe...ég er farin að steikja!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband