Leita í fréttum mbl.is

Loksins!!

Jæja, nú erum við loksins búin að klára að búa til jólagjafirnar handa öfum og ömmum og langömmum...sem við byrjuðum á í febrúar.  En þetta var alveg þokkalega mikið verk þar sem við erum mjög rík af öfum, ömmum og langömmum, sem við verum mjög þakklát fyrir.

Svo nú er bara að pakka síðustu gjöfunum.

Deig í Engiferkökur er hnoðað og svo held ég að ég skelli í Afakex sem snöggvast.

Gaman að þessari aðventu. Ég var búin að lofa börnunum fyrir LÖNGU síðan að við myndum dúlla okkur á þessari aðventu, engin próf yfirvofandi eða neitt slíkt.  Og það höfum við gert.  Gott að vera í rólegheitum og dúlleríi.

Reyndar finnst mér frekar fúlt að vera ekki að detta í jólafrí...man varla hvenær ég var síðast í vinnu þessa daga!!  Það var algerlega einn af kostunum við að vera í skóla!!  En þá var náttúrlega þetta með prófstressið í staðinn...ekki er bæði sleppt og haldið!!

En skit pyt!  Jólin verða svo frábær, á því leikur enginn vafi.  

Cille, vinkona Ólafar Óskar kemur á annan í jólum og verður fram yfir áramót og er mikill spenningur í þeim stöllum báðum vegna þessa.

En nú ætla ég að dúlla mér í deiggerð...ást og friður Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert svo dugleg. :):)  hér átti að baka í dag, en bakið mitt og bóndans mótmæltu því harðlega, svo við ákváðum bara að hafa llitlu jólin í kvöld með danska syninum, hann verður ekki hjá okkur á aðfangadag í fyrsta sinn í lífi sínu svo hann vill pabba og mömmu jól.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 18:33

2 identicon

mmm hljómar alveg dásó aðventan hjá ykkur :)

Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband