Leita í fréttum mbl.is

Lørdag!

Fékk frábæra sendingu í fyrradag.  Tinna, vinkona mín í Danmörku keypti dagatal fyrir mig, svona með 5 dálkum fyrir hvern dag, svo nú er hægt að skrifa allt á sama stað!  Hver er að vinna og hvaða vakt, hver er í mat í skólanum, dagvist, afmæli, allskonar hittinga og ég veit ekki hvað! 

Svona dagatal er SNILLD!!!  Ég elska að vera skipulögð og með hlutina á hreinu.  Svo er þetta bara nauðsynlegt fyrir okkur þar sem við erum bæði í vaktavinnu, bæði í fundarstússi.  Gott að geta skrifað allt þarna og vera ekki að tvíbóka okkur í tíma og ótíma...

Jamm, I Love IT!!!  Ætla að sýna þeim dagatalið í Eymundsson...var víst búin að lofa því...fór sko þangað í bjartsýniskasti að ath með svona dagatal...  En danir eru jú skipulagðari en íslendingar...með undantekningum...sem sanna regluna!

--

Notalegt kvöld í gær, lágum og kúrðum fyrir framan imbann, fengum okkur osta (ekki gott í maga minn...) og ég prjónaði.  Núna er ég að prjóna eitt par af vettlingum og ætla svo að hætta þessu...eða sko, ég ætla að hætta að prjóna handa öðrum...en þó bara í bili...og prjóna mér peysu...eða tvær... Wink

En núna er það bara að taka til og skera svo laufabrauðið!!!

Ást... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

góða skemmtun yfir laufabrauðsútskurði, það er bara frábærar stundir yfir svoleiðis vinnu, með jólalögin og jólaölið  uuummmm.

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.12.2007 kl. 13:14

2 identicon

Familie planið er komið á vegginn hjá okkur, alveg ómissandi!

knússs 

jóna björg (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 14:30

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 calanderCustom Smiley Ef ég væri nær þér mundi ég bjóða mig fram í laufabrauðsskurð, elska þá iðju en hef ekki komist í það síðustu ár.  Hafðu það gott og skipulagt yndið mitt. 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband