13.12.2007 | 13:04
Hraðlygin sagði...
Í fyrrakvöld þegar ég kom heim af kvöldvakt, laumaðist ég inn til strákanna með gjöf í skóinn. Ég kíkti gaumgæfilega á þá og sá þeir sváfu...eða sýndist það!
Ég laumaði sitthvorum spilastokknum í skóinn og fór yfir til Jóhannesar og strauk honum - eins og ég geri alltaf áður en ég fer að sofa. Fór svo yfir til Jóns Ingva til að gera slíkt hið sama (þeir sofa í sitt hvorum endanum á efri kojunni) og viti menn, þá var hann með smá rifu á augunum.
Hann sagði ekkert, og ég sagði blíðlega; "Haltu áfram að sofa, ástin mín".
Í gærmorgun gellur í mínum manni; "Pabbi, ég vissi ekki að það væru foreldrarnir sem settu í skóinn!!"!!!!
Einar varð hvumsa...sagði að svo væri nú ekki, það væri jólasveinninn sem sæi um þessi mál.
Jón Ingvi; "Ég SÁ mömmu setja í skóinn í gær".
Einar; "Ha? Var hún ekki bara að athuga eitthvað, hvort glugginn væri lokaður?!"
"Neibb, ég sá hana setja í skóinn!!!", sagði dengsi!!
Svo fór hann í skólann. Þegar hann kom heim þá greip ég hann og spurði hann út í hvað hann hefði fengið í skóinn og svona...hann horfði tortrygginn á mig.
Svo ég sagði; "Jón Ingvi, ef þú ert búinn að ákveða að trúa að jólasveinninn sé ekki til..."
Og hann greip fram í fyrir mér; "Jólaveininn ER TIL!!! En ég sá ÞIG setja í skóinn í nótt!!!"
Nú voru góð ráð dýr...drengurinn trúir greinilega enn á jólasveininn en grunar móður sína um græsku...
Svo ég prófaði..; "Jón Ingvi, hvað myndir þú segja ef ég segði þér, að þegar ég kom heim úr vinnunni í gærkvöldi að þá lágu tveir spilastokkar á gólfinu við útidyrnar, höfðu verið settir inn um bréfalúguna...og á gólfinu lá miði frá jólasveininum þar sem hann bað mig að hjálpa sér því hann væri orðinn svo seinn...hann ætti eftir að fara til íslensku barnanna í Danmörku...!"
Jón Ingvi horfði á mig um stund og sagði svo; "Ok?!!!"
Síðan hélt hann áfram að leika...og hefur ekki minnst á þetta síðan!
Og hann STEINsvaf þegar Einar laumaðist með playmokall í skóinn í nótt...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
he, he, he, fyndið.
kv.
Gummi
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 13.12.2007 kl. 15:36
hahaha trúðu því sem þú vilt trúa!!
Hrönn Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.