Leita í fréttum mbl.is

Svöng og þreytt!!

Svaf eiginlega bara til kl 10 í morgun.  Fór reyndar á stjá með skólabörnunum...skreið svo upp í aftur.  Jóhannes fékk að glápa á eina mynd (svo mamman gæti dormað!!) og ég kúrði hjá ástinni minni...hann fór reyndar á fætur löngu á undan mér svo ég bara svaf ein á mínu græna.  Ég dormaði sko ekki...!!

Nema hvað, við (ég og Jóhannes) drifum okkur á fætur og sóttum skólabörnin okkar kl 11 og við brunuðum í höfuðborgina.  Ég gat ekki hugsað mér að fara í búðir í borginni um helgi eða seinnipart dags þegar allt væri troðið og allir þreyttir...og svangir jafnvel líka...!!  Við versluðum jólaföt, það sem vantaði upp á dressin sko, og svo skó.  Strákarnir eru sérlega praktískir og völdu sér strigaskó!!  Svo eftir jól geta þeir notað þá hversdags! Jóhannes reyndar valdi sér bláa íþróttaálfsskó (en ekki hvað?!) svo þeir passa ekkert sérlega vel við dressið, en það er í góðu.  Hann fékk það sem hann er ánægður með.  Prinsessan á bauninni fékk sér támjó stígvél...alger skutla!  Hún mátaði síðan allt dressið þegar heim kom og var rosa fín og flott!!  

Við drifum okkur svo í sund, ég og strákarnir, þegar heim kom...Jóhannes fékk nefninlega nýja sundskýlu...og hana VARÐ að prófa!  Og það var að sjálfsögðu með íþróttaálfinum!!  Við styrkjum íþróttaálfinn þessa dagana!! LoL

Núna er ég að deyja úr hungri...svo ég ætla að græja brauðið fyrir kvöldmatinn...svo ætlum við að gera klatta...mikill grjónagrautur afgangs frá í gær...  Uppskriftin kemur kannski á eftir...fyrir þá sem mögulega hafa áhuga Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

já, það væri ekki ónýtt að uppskrftina   gaman að prófa eitthvað svona nýtt.

Frábært að dagurinn var góður

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.12.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband