23.11.2007 | 21:11
Best að segja ykkur eitthvað...
...kannski eitthvað af viti...kannski ekki
Var að koma heim eftir temmilega langan dag. Var að vinna 8-16 og brunaði svo og sótti Jóhannes, svo heim og sótti Ólöfu Ósk og Jón Ingva...svo æddum við niður í Nínu og keyptum gúmmítúttur handa skvísunni...svo upp á Jaðarsbakka (sem er íþróttamiðstöðin "okkar"...fyrir þá sem ekki þekkja til á Skaganum), þar bættum við tveimur stelpum í bílinn og svo var brunað eitthvert lengst upp í sveit. Sundhópurinn hennar Ólafar Óskar var sem sagt að fara í sumarbústað í sólarhring. Svona hópefli. Foreldrar skiptu með sér keyri og sæki, svo ég þarf ekki að fara á morgun. Bað sjálf um að fá frekar að fara í dag...því þá gat ég verið í samfloti með einhverjum...því ég rata ekki mikið á þessum landsfjórðungi...utan hringvegar 1!!!
Á heimleiðinni komum við svo við í einn kaffibolla hjá Erlu sys. Mikið gott að hún býr í Borgarnesi núna, en ekki Súðavík!!!
Sagði ég ykkur að ég fór í saumó í fyrrakvöld. Rosa gaman. Valkyrjuklúbburinn. Það er hópurinn sem ég kynntist þegar ég bjó í Dk, "íslenskar mæður í útlöndum". Núna erum við 5 fluttar heim, frá hinum ýmsu löndum, og hittumst ca annan hvern mánuð. Það er rosa gaman.
Svo var mér að berast boð í annan saumaklúbb; frænkuklúbbinn. Það er sko frænkuklúbburinn í minni föðurætt (er sko líka í frænkuklúbb í Einars familíu)...alveg handavinnuóð kona hér á ferð!!! Og ég tek þetta alvarlega með SAUMAklúbb, reyndar prjóna ég...en hinar láta sér oftast nægja að borða, tala og drekka kaffi!! Frænkuklúbburinn í minni fjölskyldu hefur verið starfræktur í afar mörg ár. Ég tók þátt í nokkrum slíkum kvöldum á vorönn 1990!! Þá bjó í hjá ömmu og mætti samviskusamlega og hafði gagn og gaman að. Svo þegar ég bjó í DK þá kom hópurinn eitt sinn til Køben í byrjun desember og hélt þar sína árlegu jólagleði. Þá fór ég og hitti þær og fór með þeim út að borða. Mjög gaman, enda skemmtilegar konur þar á ferð!
Jamm. Þetta var það sem lá mér á hjarta í dag. Ég er ekki enn búin að taka myndir af húsinu...ég veit...skamm, skamm...en ég get sagt ykkur að það er búið að setja útidyrahurðir í og það er búið að loka bílskúrshurðargatinu...svona til bráðabirgða, það tekur einhverjar vikur að fá hurðina...
Jæja, ætla að skella mér í að glápa á nokkra þætti af vinum...meðan ég bíð eftir mínum heittelskaða sem skrapp í höfuðborgina...
Knús&kærleikur...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigðu ljúfa kvöldstund með vinum. Kær kveðja frá vinkonu
Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 21:21
hehe, Valdís, þú færð bara rundvisning næst þegar þú kemur!!! Já, ofurmennin eru FLOTT!!!
SigrúnSveitó, 24.11.2007 kl. 10:17
takk fyrir falleg orð á blogginu mínu.
AlheimsLjós til þín steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.11.2007 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.