Leita í fréttum mbl.is

Hausinn minn og Jólaföndur

Fyrst smá um hausinn minn...  Ég er lukkuleg og alls ekki feit í dag LoL Takk fyrir öll skilaboðin við færslu gærdagsins.  Og takk, Lilja Kissing.  

Í dag ætla ég að vera góð við sjálfa mig, tala fallega við mig og koma að öllu leiti fram við mig eins og ég kem fram við vinkonur mínar, og fólkið í kringum mig.  Ekki lemja mig í hausinn þó einhverjar ójöfnur séu þar og hér...kommon, ég er 37 ára og á að baki ýmislegt, þar á meðan þrjár meðgöngur!!!

Og ekki orð um það meir!!! 

--- 

Fór í jólaföndur á leikskólanum, við rétt skruppum og svo heim aftur að því loknu, ég og Jóhannes.  Mér finnst skrítið hvað foreldrar eru ekki eins velkomnir hérna á leikskólanum eins og þar sem við vorum úti í Danmörku.  Veit ég hef sagt þetta áður.  Mér finnst bara eins og það eigi að sjást sem minnst af okkur foreldrum, en þó eru þær sem passa Jóhannes farnar að venjast því að ég komi mikið inn og spjalli við þá sem fyrir verða.  Fer jafnvel inn í eldhús og næ mér í kaffibolla...  Ég fann í byrjun að þetta var ekki það sem þær voru vanar, en ég geri þá kröfu að þekkja fólkið sem er að passa drenginn minn á daginn.

Svo er ýmislegt svo ægilega mikilvægt í leikskólanum að það þykir sumum betra að hann sé þar heldur en heima.  Ég er á því að leikskólinn er ÞJÓNUSTA fyrir foreldra, ekki GEYMSLUSTAÐUR!!!  Þegar ég er í fríi þá er Jóhannes stundum í fríi eða þá stuttan dag á leikskólanum.  1-2 daga í viku er ég á dagvakt og þá er hann 8½ tíma á leikskólanum sem er of mikið að mínu mati, en ég er þakklát fyrir að það er bara þennan 1-2 daga í viku...!!!  

Ekki misskilja mig, leikskólinn er góður og gott starf sem þar fer fram.  Og Jóhannesi líður vel þar.  En okkur líður best með að hafa frjálsræði sem hentar okkur. Og þannig verður þetta. 

Ég verð að segja að ég sakna enn leikskólans í Danmörku (Úrsúla og Jóhanna...hvað segið þið??!!!Wink)  Jóhannes sagði líka í gær, með tárin í augunum...ég vildi að við ættum ennþá heima í Danmörku, þá gæti ég farið í jólasveinafötunum í leikskólann!!!  Því þar máttu börnin vera eins klædd og þau langaði, og t.d. máluð í framan ef þau vildu.  Ég er hreinlega ekki viss um að Jón Ingvi hefði lifað íslenskan leikskóla af...

Nóg um það.

Það var GAMAN í jólaföndrinu, og við gerðum ýmislegt og hittum fólk til að spjalla við.  Fórum svo heim og ætlum að elda hakkebøf fyrir Einar og Ingvar í hádegismat!!!

Bless í bili... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er örugglega ekki sama afslöppunin í gangi hér eins og í Danm. ég var svona foreldri sem alltaf var að "skipta mér af öllu" eins og sagt var, en ég hafði bara hreinlega svo mikinn áhuga á daglegu lífi barna minna þegar þau voru annarsstaðar en hjá mér. Ég var sögðu afskiptasamt foreldri, en mér var bara alveg sama, gerði hlutina á mínum forsendum og til góðs fyrir börnin mín. Vert alltaf eins og þú vilt sjálf, það er best.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 13:03

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Auðvitað vill maður fá að vita hverjir og hvernig manneskjur það eru sem að passa barnið manns, það er bara algjört skilyrði! Gott hjá þér að "vaða" bara um eins og þú eigir pleisið  þær þurfa að venjast því! Ég hef nú áður sagt að mér finnst kannski fullmikið frjálsræði hérna í DK, myndi vilja hafa þetta aðeins skipulagðara en ekki kannski stífa og fulla dagskrá eins og er oft heima. Ætli hinn gullni meðalvegur sé ekki bestur... það getur bara oft verið svo ansi erfitt að finna hann!

Úrsúla Manda , 22.11.2007 kl. 14:43

3 Smámynd: Vigdís Silja Þórisdóttir

Æ elsku snúllan missti ég af ykkur  ég er náttlega enn sjúkraskrifuð, mikið vildi ég samt hafa verið í vinnuni í dag ég hefði sko gjarnan viljað fá kjíkk inn í eldhús og þú hefðir sko örugglega fengið rúsínu með kaffinu. En veistu þú ert svo frábær að gefa þér tíma og bara haltu því áfram, það er sko bara þinn réttur og réttur barnsins. Ég held að allir séu alltaf að flýta sér, það hefur enginn tíma og þá verður allt svona ópersónulegt og kallt !!      Knúsukveðjur frá hvítu konunni í eldhúsinu 

Vigdís Silja Þórisdóttir, 22.11.2007 kl. 15:56

4 identicon

Haha þú kveikir sko alltaf í mér þegar þú talar um leikskólann:) Mér finnst einmitt leikskólinn hér í Danmörku vera GEYMSLUSTAÐUR. Ég sakna Hagaborgar sárlega. Mér finnst ég ekki verða vör við þessi rosa þroskastökk hjá Helga Gný hér eins og maður merkti svo vel í leikskólanum á Íslandi. Mér finnst ekki bara að leikskólinn eigi að vera þjónusta við foreldra heldur við BÖRNIN líka. En ég er hins vegar mjög ánægð með leikskólann hans hérna (maður verður jú að sættast við aðstæður) og fóstrurnar á deildinni hans eru alveg yndislegar. Það myndi bara gera svo mikið fyrir mig að hafa e-n smá ramma utan um starfið. Núna er hann reyndar í forskolegruppe þannig að í einn til einn og hálfan tíma á tveggja vikna fresti er e-ð ákveðið prógramm eða heimsókn fyrir elstu börnin. Það er betra en ekkert. Ætli manni eigi svo ekki eftir að finnast íslensku leikskólarnir algjörlega ferkantaðir ef maður þarf að nota þá aftur.

Og fyrst ég er byrjuð að skrifa ritgerð og það er svo langt síðan ég hef kommentað þá verð ég að taka undir með Lilju. Eitt eða tvö kíló til eða frá, fegurðin kemur í gegnum andlitið og brosið sem útgeislun. Hana vantar þig ekki. Það hafa allir e-a andlega bresti en það eru ekki allir svona opnir og ófeimnir að bera þá á borð fyrir aðra. ÞÚ ERT YNDISLEG - og ekkert smá dugleg í ræktinni!!!

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband