19.11.2007 | 10:07
Helgin og kannski eitthvað fleira...
Jæja, elskurnar. Best að gefa skýrslu yfir helgina.
Við byrjuðum á að bruna á hótelið þarna á föstudaginn. Þetta fínasta herbergi, mun stærra en það sem við vorum í að Hótel Sögu á síðustu árshátíð. Bæði baðkar og sturta og nice. Nema wc-ið var hengt aðeins og hátt upp...erfitt að ná jarðsambandi sem getur verið nauðsynlegt stundum...
Nema hvað, við fórum svo út og ætluðum á Ruby Thuesday og smakka hammara þar...en það var bið eftir borði og við nenntum ekki að bíða. Er Ruby Thuesday eftirlíking af Hard Rock???? Svipaði til þess amk.
Við enduðum nú á American Style, enda klikka þeir ekki í hamborgaragerð!! Við vorum svo lögst upp í rúm á hótelinu með osta og kex og mynd í imbanum kl. rúmlega 21... Rólegheita kvöld.
Á laugardagsmorguninn mættum við í morgunmat og hittum þar eitthvað fólk sem Einar þekkir... Svo var það rúmleiðangur. Við fórum og versluðum rúm, sem á að koma n.k. mánudag!!! Það verður ÆÐI!!! Svo skoðuðum við gólfefni og innréttingar og versluðum smá...m.a. smá pakka handa börnunum.
Svo fór Einar á fund og ég í förðun. Ég fór til Guðrúnar vinkonu og það var jafn yndislegt og alltaf. Svo gott að sitja í rólegheitum og spjalla yfir góðum kaffibolla.
Nema hvað, svo var að sækja Einar...og svo komum við við á Nonnabita...orðin ansi svöng enda ekkert borðað síðan í morgunmatnum...bara drukkið kaffi!!
Upp á Hótel, borða, skipta um föt og svo hittum við Benna (tengdapabba) og Jónu á barnum og fengum okkur dýrindis kaffibolla...en vélin var biluð svo við fengum ekki latte...
Árshátíðin var rosalega skemmtileg. Frábær skemmtiatriði, bæði þau aðkeyptu og þau heimatilbúnu. Ólafía Hrönn var veislustjóri og var mjög góð.
Maturinn var mjög góður, en bara alltof lítið af honum. Það var kjöttvenna; lambakjöt og nautakjöt, smá bitar og svo ein, lítil karftafla og smá grænmeti. Grínlaust þá hefði þetta ekki verið nóg ofan í Jóhannes...og hann er 4ra ára!!! Og svo það sem við höfum aldrei upplifað fyrr...það var EKKI ábót!!! Desertinn var álíka nískulegur...og svo voru bara smákrakkar að þjóna sem vissu ekkert greyin, svo ég sleppti því alveg að athuga hvort ég gæti fengið sykurlausann desert. En það fékk ég í fyrra, þá kom þjónninn með dýrindis ávaxtasalat handa mér.
Svo kom kaffið, og það mátti bara setja eina kaffikönnu og eina litla mjólkurkönnu á hvert borð...og það var ekki nóg kaffi handa öllum við borðið...og við þurftum að biðja 4 þjóna og bíða í góðan hálftíma áður en við fengum meira...
Þannig að...fyrir utan magn af mat og gæði þjónustunnar var þetta FRÁBÆR árshátíð!!!
Grandbandið, hljómsveit hússins, spilaði fyrir dansi. Söngkonan þar var bara æðisleg, rosa hress, fyndin og geggjuð söngkona. Hún söng í Tinu Turner showinu og var m.a. á Neistaflugi í sumar ásamt Siggu Beinteins...man ekki hvað hún heitir... En amk., við dönsuðum meira en nokkru sinni og ég þurfti ekki að nöldra og suða til að fá minn heittelskaða út á gólfið, neibb, hann naut sín líka á gólfinu.
Svo fórum við upp á herbergi milli hálf 2 og 2...eða svoleiðis, og pöntuðum pizzu...því við vorum glorsoltin
---
Það var svo alveg yndislegt að koma heim í gær og fá knús og kossa frá ungunum. Jóhannes ætlaði aldrei að sleppa mér, þessi litli mömmukarl.
En það var búið að ganga mjög vel hjá þeim. Alveg til fyrirmyndar, þessi börn
Og tengdó var sko búin að gera fleira en "bara" passa...hún var búin að gera fiskibollur handa okkur úr 3 kg af fiski!!! Gott að eiga fisk í frystinum þegar hún kemur í heimsókn...!! Og frábært að hún hafi gert þetta, krökkunum þykja fiskibollurnar hennar LANGbestar!!
En vitiði...núna ætla ég að hringja í Lilju sys og þakka henni fyrir afmælisgjöfina sem mér barst fyrir helgi!!!
Knús...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178737
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hef einmitt fengið þessa lýsingu á árshátíðarmatarskammti fyrr í haust fólk fór banhungrað heim.
Gott að helgin var annars frábær, já og til lukku með nýja rúmið
Guðrún Jóhannesdóttir, 19.11.2007 kl. 11:26
Gott að helgin var góð hjá ykkur
Hrönn Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 12:14
Jiii hvað þetta hefur verið góð helgi hjá ykkur, frábært að heyra. Ég get ekki beðið eftir að eiga svona helg en ég þarf að draga minn mann út fyrir landsteinana til þess ;) bara tvær vikur í brottför:o
Er svona mikil ísing á götunum hjá ykkur, jii minn eini, það eru allir fljúgandi á hausinn, nokkrir úr vinnunni og svo upp í skóla (var í foreldraviðtali) maður bara slædar um göturnar hehe
ps..heldurðu að maður geti tapað heyrn eða eitthvað þaðan af verra ef maður lendir í SLÆMU eyrnapinna slysi ??? uuhhhuuuu aumingja ég ;/
Elín sys (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:26
Takk stelpur.
Elín, hér er hiti og fínheit, engin ísing.
Varðandi eyrnapinnann...ég veit ekki, eflaust getur maður slasað sig en hvort maður geti misst heyrn veit ég ekki. Ég veit bara að maður á EKKI að nota eyrnapinna!! En þú verður að láta EYRNAlækni kíkja á þig!! Hlýddu nú stóru sys!!!
SigrúnSveitó, 19.11.2007 kl. 13:06
Þetta hefur greinilega verið vellukkuð helgi, gaman að því. Hverju missti ég af með rúmið? voruð þið ekki í nýju rúmi?? ein forvitin.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 16:14
Helgin hljómaði alveg dásó hjá ykkur og greinilega afrekuðu mikið á einni helgarferð. Til hamingju með nýja rúmið :) Söngkonan heitir Bryndís Ásmunds ef þig langaði að vita það :-D
Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:35
Ásdís, jú við vorum í nýju rúmi, keyptum tvískipt rúm með rafmagnsbotnum í vor...og gáfumst upp á hinni svokölluðu "Helvítisgjá" sem ég svaf oftast í... Keyptum samskonar dýnur, eða IQ Care í Svefn og Heilsa, en núna HEILA, 180 cm dýnu og erum alsæl...þó hún komi ekki fyrr en n.k. mánudag!!
Ragnhildur, takk fyrir það :) ég og nöfn eigum ekki samleið...man þó mitt eigið...ennþá
SigrúnSveitó, 19.11.2007 kl. 19:44
eitthvað varð linkurinn misheppnaður...prófa aftur!!
SigrúnSveitó, 19.11.2007 kl. 19:46
Guð hvað ég skil þig með helvítisgjánna, vildi ekki eiga svoleiðis rúm. Sofðu vel í því nýja.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.