Leita í fréttum mbl.is

TAKKKKKKKK!!!!!

Takk fyrir allar yndislegu kveðjurnar, sem ég fékk í gær.  Þið eruð yndisleg.

Ég er sko alveg sammála að 1970 er ÁRIÐ!!  Mér finnst ég bara alls ekki gömul, og heldur ekkert barn.  Held ég sé loksins að verða fullorðin LoL

Hvað varðar orð dagsins í gær um afmælisbarnið þá var bara Hrönn sem brást við spurningu minni...og sagðist ekki vita með hljómlistarhæfileikana en þætti hitt passa.  

Ég verð að vera sammála henni.  Ég hef aldrei kannað þetta með hljómlistarhæfileikana, svo ég veit ekki...hins vegar hefur mig í mörg ár langað að læra á gítar og hver veit nema ég láti verða af því einn góðan veðurdag.  En hitt er víst að ég ELSKA að syngja!!

Allt hitt, að ég sé listræn, samviskusöm, ábyggileg og gædd skilningsgóðum gæfum; ég held ég bara segi já, þetta er ég.

Ég er rómantísk og hef orðið fyrir sárum vonbrigðum...ég giftist ekki mjög snemma en heldur ekki seint, ég var 28 og hálfs. 
Vonbrigðin er ég þakklát fyrir í dag, þó þau hafi verið sár á sínum tíma.  Hins vegar, ef ég hefði ekki orðið fyrir þessum vonbrigðum og  orðið meira úr því sambandi, sem ég fæ í hugann, þá væri ég líklega bara ekki gift Einari...og það get ég ekki hugsað til enda.

Enda trúi ég því statt og stöðugt að við séum ætluð hvort öðru og ekkert hefði fengið því breytt!!!

Þegar við Einar kynntumst, árið 1995, þá kom fljótlega í ljós að við þekktum margt af sama fólkinu, þó svo að leiðir hafi ekki legið saman fyrr.  En það var strax þá greinilegt að við ÁTTUM að hittast.  Frekar magnað.
Síðan hefur margt gerst sem hefur styrkt okkur bæði í þeirri trú að við vorum "ment to be".  Og við erum líka svona ljómandi ánægð með það...og hvort annað líka InLove Það er gott að geta sagt að ég er gift besta vini mínum.  Ég hlakka til að verða MIKLU eldri en 37...með honum.

Ég var í vinnunni um daginn og þar eru hjón á níræðisaldri sem alltaf leiðast þegar þau labba saman, og þau eru mjög ánægð með hvort annað.  Ein sem ég vinn með spurði mig hvort ég ætlaði að vera "svona" með mínum karli þegar ég yrði gömul.  Ég sagði henni að við stefndum að því, og óskuðum þess að okkur bæri gæfa til þess. 
Og við æfum okkur, því það er ekki þannig að "nú erum við 83 og þá byrjum við að leiðast".  Ég trúi að við verðum að æfa okkur alla ævi, og við verðum að hlúa að hvort öðru að og sambandinu, því annars leiðumst við ekki þegar við verðum 83!!!  

Eins og sagði í ljóðinu sem við fengum í brúðkaupsgjöf;

"...Þau vita reyndar bæði að gæfan hún er garður,
ef garðurinn er ræktaður þá verður mikill arður..."

---

En nú ætla ég að skoppa af stað með Jóhannes í leikskólann...hann ætlar EKKI að missa af samsöng!!

Ljós&friður til ykkar þarna úti... 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð svo æði kjútt saman .. ekkert flóknara en það!! :)  Hafið yndislega helgi sæta fjölskylda!!

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eigið góða helgi saman elskan mín.  Kær kveðja   Knitting 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2007 kl. 15:07

3 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

til hamingju með afmælið,elsku frænka.

Ég og maðurinn minn vorum einmitt að tala um þetta áðan,,td. i dag þá vinnum við saman,löbbum saman,syndum saman og lúllum saman,hehe yndislegt. Hefðum bara viljað hittast fyrr,enn svona er lífið,,ment to be now,,góða helgi 

Bergþóra Guðmunds, 9.11.2007 kl. 16:57

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

bíddu, ertu búin að selja ???

Ef svo er, til lukku

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.11.2007 kl. 16:11

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Þú ert yndisleg. Einar og börnin eru heppin að hafa þig

Hrönn Sigurðardóttir, 10.11.2007 kl. 21:39

6 Smámynd: Hugarfluga

Til hamingju með afmælið þó seint sé, elskuleg. Fallegar færslurnar þínar að vanda og játs, 1970 er sko málið!!! No doubt about it!!

Hugarfluga, 10.11.2007 kl. 21:46

7 identicon

allt er eins og það á að vera

koss... 

jóna björg (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 23:47

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stelpur mínar!!!! Árgangur 62 er afar vandaður árgangur.......

Hrönn Sigurðardóttir, 10.11.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband