7.11.2007 | 09:32
Lífið er svo yndislegt!!
Var að lesa komment frá vinkonu minni á danska blogginum mínu...og fékk tár í augun og "klúmp í halsen"...kökk í hálsinn, heitir það víst. Vá, hvað ég sakna hennar...og margra annara. Og þess vegna þykir mér lífið yndislegt, því ég er svo lánsöm að "eiga" marga vini, marga í Danmörku. Ef ég "ætti" ekki þessa vini þá myndi ég ekki sakna þeirra, svo það er gott að sakna þó það geti verið sárt.
Í vinnunni í gær var ég að ganga um eftir hádegismatinn og bjóða kaffi...og sönglaði; "Kaffi, kaffi, kaff, kaff...má bjóða þér kaffi" og þá segir einn íbúinn við mig; "Já, takk, og viltu syngja meira?". Ég fór alveg í flækju...hahaha...en get þó með ánægju sagt að ég syng mikið, og alveg slatta í vinnunni líka. Sérstaklega yfir morgunmatnum...þá hlustum við oft á geisladiskinn "Óskalög sjómanna" og þá get ég ekki staðið kyrr og þagað neibb, ég verð að syngja með og dilla mér.
Já, það er sko gaman að lifa.
Gleðisöngurinn hljómar í höfðinu á mér;
Gleði, gleði, gleði,
gleði líf mitt er,
því að Æðri Máttur það gefið hefur mér.
Ég vil að þú eignist þetta líf,
því að það er;
GLEÐI, GLEÐI,
gleði alla tíð.
---
Var að koma heim úr ræktinni. Ég er komin með "ræktarvin", ein sem vinnur með mér. Mjög gaman að hafa einhvern með. Setjumst niður eftir ræktina og drekkum kaffisopa og ræðum lífsins gögn og nauðsynjar Oooohhh, ég elska að kynnast nýju fólki.
Það að elska að kynnast nýju fólki er einmitt hluti af þessu gleðilífi sem ÆM hefur gefið mér, því áður var ég svo hrædd að ég þorði ekki að kynnast fólki...var hrædd um að vera ekki nógu góð, hrædd um að fólki mislíkaði ég eða það sem ég gerði eða sagði...
Þannig er það ekki lengur og fyrir það er ég SVO MIKIÐ þakklát fyrir. Yndislegt líf.
Ást og friður til ykkar allra þarna úti
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er snilld!!!!!! það er svo gaman þegar öðrum líður vel.
Fyrir utan að þetta er allveg bráðsmitandi. Kv úr haf ingvar a
ingvar (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 14:15
jóna björg (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 16:34
Gott að þú ert hamingjusöm. Það er alltaf gott þegar fólk "nálægt" manni er hamingjusamt.....
... gerir mitt hjarta glatt
Flott nýja myndin af þér!
Hrönn Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 17:17
Hæ skvís. Sem betur fer er lífið oftast yndislegt, með svona smá frávikum en þá er líka svo gott að lesa svona jákvæða pistla eins og frá þér gullið mit. Knús og allt til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 20:16
Guðrún Jóhannesdóttir, 8.11.2007 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.