Leita í fréttum mbl.is

Partý on!!!

Partýið hjá Ólöfu Ósk byrjaði kl. 18.30 og stendur til 22.30...  Hún og Alexander standa fyrir náttfatapartýi...þau byrjuðu á einhverjum leik, svo komu þau fram og borðuðu hamborgara sem ég steikti fyrir þau...og ó mæ god...þvílíkar gaggandi hænur, öll 9!!!

Núna eru þau inni í herbergi...ætla að liggja í rúminu, á dýnu og vindsæng og glápa á einhverja mynd...og troða í sig snakki og nammi.

Sem sagt algert nice partýkvöld.  Þau eru yndisleg, öll sömul.  Og greinilega gott á milli allra, góður vinskapur.  Frábært.

Við hjónin ætlum svo að horfa á síðustu 2 þættina af 24 tímum...veit ekki hvaða seríu...en eitt er víst; Jack is back!!!  Sætur að vanda.

Svo er það vinna á morgun og svo partý hjá okkur fullorðna fólkinu annað kveld.  Nice weekend!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

láttu þér batna ljúfust

Hrönn Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er að hugsa um að bjóða húsbandinu í náttfatapartý, hljómar eitthvað svo spennandi. Var að borða kjúkling. Húsbandið sér enn um eldamennskuna, ég fór samt út í búð með honum og váá  hvað ég er úthaldslítil, varð að fara fram og setjast áður en búið var að ná í allt.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 19:29

3 identicon

Hæ.

 Vildi bara kvitta fyrir innilitið. Gaman að fylgjast með ykkur.

Kveðja

Berglind Guðmundsdóttir

Berglind frænka (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband