Leita í fréttum mbl.is

Góðan dag!

Jæja, þá er laugardagur runninn upp.  Verð að segja að mér finnst tíminn fljúga...október nýbyrjaður og samt er kominn 13.!!!

--- 

þeir sem þú elskar...Í tilefni af þessari mynd ætla ég að segja ykkur mína reynslu. 

Einu sinni fyrir löngu síðan (nánar tiltekið 12 árum síðan) þá fór ég í fýlu við mann mér mjög nákominn, og rauk út án þess að sættast eða kveðja hann.  

Hvers vegna ég varð fúl man ég ekki.  

Það sem ég hins vegar man vel var að daginn eftir var hringt í mig til að segja mér að þessi sami maður hefði fengið blóðtappa við hjartað, mjög stórann og mjög alvarlegt.  

Mikið leið mér illa. 

Sem betur fer komst þessi maður í gegnum þessi veikindi heill á húfi.

Þessi reynsla kenndi mér að fara aldrei ósátt burtu, kveðja alltaf þá sem mér þykir vænt um með og brosi á vör, og oftast kossi. 

Ég hef reynt að koma þessu áfram til barnanna minna, útskýrt fyrir þeim hvers vegna þetta sé svo mikilvægt.  Stundum s.l. vetur rauk dóttir mín út á morgnana hundfúl út í mig (tilheyrir væntanlega gelgjunni...) en undantekningarlaust kom hún tilbaka og sagði fyrirgefðu og kvaddi mig áður en hún fór.  Fyrir það er ég þakklát.  

Við vitum aldrei hvenær okkar tími, eða tími þeirra sem okkur þykir vænt um, rennur út.  

Mér finnst reyndar ekki bara mikilvægt að vera sátt þegar ég kveð, ég geri mitt besta til að vera alltaf sátt við heiminn og fólkið í honum.  Oftast tekst það, en auvðvitað get ég alveg misst mig í einhverja gremju og vitleysu...ég er nú einu sinni mannleg LoL

---

Jæja, þetta var hugleiðing dagsins.  Megi dagurinn verða góður hjá ykkur.

Ljós&kærleikur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega! ég óska ykkur góðan laugardag, og alla daga auðvitað..

kosss

jóna björg (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 11:40

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Aldrei að láta sólina setjast á reiði mannanna.

Kær kveðja!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 13.10.2007 kl. 12:23

3 identicon

Alveg sammála ... gott að fá svona gullkort á fallegum laugardegi! :)

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 13:22

4 Smámynd: Soffía

Falleg hugleiðing  

Soffía, 13.10.2007 kl. 19:25

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldrei fara ósátt að sofa, það hefur alltaf verið mitt mottó. Og líka að kveðja fólk þegar farið er burt. Eins og þú segir, maður veit aldrei. Ég hef alltaf getað glaðst yfir því að í síðasta skipti sem ég var með manninum mínum í hádegismat, þá settumst við inn í stofu og héldumst í hendur, hlustuðum á tónlist og kvöddumst svo með kossi þegar við fórum aftur í vinnuna. Ég talaði aldrei aftur við hann, hann missti meðvitund í slysinu og vissi aldrei af sér eftir það. Þetta hefur ávallt verið mér mikil huggun.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 19:45

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Fallegt

Hrönn Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 20:10

7 Smámynd: Gísli Gíslason

Þetta er virkilega falleg hugleiðing, sígild lífsspeki sem allir ættu að hafa í huga.

Gísli Gíslason, 13.10.2007 kl. 23:30

8 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Góð og þörf áminning til allra og mjög góð hugleiðing

Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.10.2007 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband