Leita í fréttum mbl.is

Verum bleikar á morgun !

Myndarlegur maður á miðjum aldri gekk hljóðum skrefum inn í kaffihúsið. Hann fékk sér sæti við eitt borðið og gerðibleika slaufan sig líklegan til að panta. Áður en hann komst svo langt varð honum litið á hóp ungra manna við næsta borð. Það fór ekki á milli mála að þeir voru að gera grín að einhverju í fari hans. Um leið og hann mundi eftir litlu bleiku slaufunni, sem hann var með í jakkahorninu, þóttist hann vita hvað hefði vakið kátínu ungu mannanna. Maðurinn reyndi að láta sem ekkert væri, enda vissi hann sem var að viðbrögðin voru sprottin af fáfræði. En það var erfitt að leiða glottið á andlitunum hjá sér. Hann leit beint í augu eins af ungu mönnunum, benti á slaufuna og setti upp spurnarsvip.

"Þetta?"

Það var eins og við manninn mælt - vinirnir ráku allir upp skellihlátur. Þeim sem var ávarpaður tókst að stynja upp nokkrum orðum. "Fyrirgefðu, en við vorum bara að tala um hvað litla bleika slaufan væri æðislega sæt við bláa jakkann þinn!"

Maðurinn með slaufuna benti spaugaranum að koma og setjast við borðið hjá sér. Ungi maðurinn gerði eins og hann bað, þótt hann langaði hreint ekki til þess. Maðurinn með slaufuna sagði lágum rómi: "Ég geng með þessa slaufu til að vekja fólk til vitundar um brjóstakrabbamein. Ég geri það til heiðurs móður minni."

"Æ, það var leitt. Dó hún úr brjóstakrabbameini?"

"Nei, nei. Hún er lifandi og við góða heilsu. En það voru brjóstin hennar sem nærðu mig í frumbernsku og þau voru sá hlýi barmur sem ég hjúfraði mig upp að þegar ég var hræddur eða einmana. Ég er þakklátur fyrir brjóst móður minnar og þakklátur fyrir að hún er heil heilsu."

"Jamm," umlaði hinn. "Ég skil."

"Ég geng líka með þessa slaufu til heiðurs eiginkonu minni," hélt maðurinn áfram.

"Og er hún í fínu formi líka?" spurði ungi maðurinn.

"Já, hún er við hestaheilsu. Brjóstin hennar hafa veitt okkur hjónunum mikinn unað í ástarlífinu og þau nærðu okkar yndislegu dóttur. Ég er þakklátur fyrir brjóstin á konunni minni og fyrir að hún er heilbrigð."

"Og þú gengur þá líklega með slaufuna til heiðurs dóttur þinni líka?"

"Nei, það er um seinan að heiðra dóttur mína með slaufu. Dóttir mín lést úr brjóstakrabbameini fyrir einum mánuði. Hún hélt að hún væri of ung til að fá brjóstakrabbamein; þess vegna gerði hún ekkert í því þegar hún fann lítinn hnút í brjóstinu fyrir tilviljun. Hún fann ekkert til og þar af leiðandi hélt hún að það væri ekkert að óttast."

Unga manninum var greinilega brugðið og skammaðist sín, og nú var hann hættur að glotta. "Fyrirgefðu, mikið er leiðinlegt að heyra þetta."

"En í minningu dóttur minnar geng ég stoltur með litla bleika slaufu sem gefur mér tækifæri til að uppfræða aðra. Farðu nú heim og talaðu við konuna þína og móður þína, dæturnar og vinkonurnar. Og eigðu þetta."

Maðurinn með slaufuna seildist ofan í vasa sinn og tók upp litla bleika slaufu sem hann rétti hinum.

Ungi maðurinn mændi á hana, leit síðan upp eftir langa mæðu og spurði hvort hann vildi hjálpa sér að setja slaufuna á sig.

Í októbermánuði er sérstök athygli vakin á brjóstakrabbameini.

Skoðaðu brjóstin reglulega og farðu í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti ef þú ert fertug eða eldri. Hvettu allar konur sem þér þykir vænt um til að gera slíkt hið sama. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð sagan! Ég er búin að ganga með bleikan borða í barminum alla vikuna.  Mikilvægt málefni sem þarf að vekja athygli á.   Hafið góða helgi elskurnar!! :)

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 07:15

2 identicon

ég er sko alltaf til í að vera bleik

jóna björg (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 07:56

3 identicon

Þetta er flott saga.. var einmitt að horfa á dr. Phil um daginn (hmmhmm.. sem ég geri annars aldrei) og þar var 17 ára stelpa sem hafði fengið brjóstakrabbamein, fann sjálf hnút og var svo klók að láta kíkja á sig og hún missti að mig minnir brjóstið, var alla vegna að sýna gervibrjóstið sem hún setur inn í haldarann.. það er mjög þarft að minna á þetta og sjálf skal ég viðurkenna að ég er ekki nógu dugleg að þreifa... góða helgi. kv. Salný

Salný (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fékk svo rosalega gæsahúð við að lesa þetta, góð saga.  Eigðu góða helgi elsku vinkona.(prjónasnillingur) Weekend BBQ 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 14:11

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þessi er alveg dásamleg !!!

bleikt er gott.

fallega helgi til þín kæra sigrún

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 15:49

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Góða helgi

Hrönn Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband