Leita í fréttum mbl.is

Í dag...

...er Jóhannes í fríi með mér.  Það hefur verið keppni í því hver stjórnar undanfarið og ég hef neitað honum um að vera í fríi þegar hann hefur rokið í fýlu og neitað að fara í leikskólann...rétt eftir að hann hefur talað um hvað hann hlakki til að fara í leikskólann því það sé svo gaman í hópastarfi!  

En í gær þá bauð ég honum að vera í fríi í dag, sem hann þáði.  Mér finnst engin ástæða til að hann sé alla daga á leikskóla og ég kannski heima.  En þetta á ekki að nota sem stjórnunartæki, hvorki af minni hálfu né hans.  

Svo í gær urðum við mjög sammála um að hann yrði í fríi og við myndum njóta dagsins saman.  Ætlum út í búð á eftir og kaupa nýja tússliti...og hosuband!  Svo það verður "hygge" hjá okkur.  

Einar er í fríi í dag og er að sjálfsögðu uppi í húsi.  Enda margt sem hann þarf að gera fyrir mánudaginn...og allt einhversstaðar hátt uppi svo ég get víst ekki boðið fram aðstoð mína...nema taka pakka af róandi fyrst...Grin

Ég fór að æfa kl 8 í morgun, á meðan sváfu þeir feðgar vært.  

En núna ætla ég að sinna kútnum sem er með mér heima í dag.  Meira síðar.

Jóhannes sæti

Knús... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku vinkona, þetta hljómar ekkert smá kósý hjá ykkur mæðginum. Njótið dagsins. Kær kveðja frá Köben.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 12:19

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk Við erum að njóta rólegheitanna, vorum að borða hádegismat saman og spjalla.  Yndislegt að eiga svona dag með þeim, einu í einu öðru hvoru.

Knús til þín, elsku Hrafnhildur. 

SigrúnSveitó, 4.10.2007 kl. 13:32

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kósí dagur framundan hjá okkur skvísunum. Ég með kisu og tölvuna.  svo er bara rigning og þoka úti. Gott að vera inni í dag. Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 13:46

4 identicon

knús á ykkur mæðgin

jóna björg (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 15:49

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

vona að dagurinn hafi verið notalegur hjá ykkur

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.10.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband