Leita í fréttum mbl.is

Oooohhh...

...nenni ekki að standa upp og ganga frá eftir kvöldmatinn.  En verð að gera það samt.  Það er núna eða á morgun...og ég nenni ekki að koma fram í fyrramálið og eiga eftir að ganga frá.  Eldaði annars þennan dýrindis grjónagraut.

Við héldum loksins fjölskyldufund í gær.  Þar var ákveðinn matseðill vikunnar svo ég gat farið og verslað út frá því í dag.  Mikið var það góð tilfinning.  Var næstum búin að gleyma hvernig þetta var, en við gerðum þetta lengi vel meðan við bjuggum í Dk.  Erum að komast í gírinn aftur.  

Matseðill vikunnar lítur svona út:

miðvikudagur: grjónagrautur
fimmtudagur: fiskibollur
föstudagur: slátur
laugardagur: beikonpasta
sunnudagur: lærisneiðar (fyrir okkur hjónakornin...börnin fá eitthvað annað...á undan okkur)
mánudagur: kjötbollur
þriðjudagur: steiktur fiskur

Snilld finnst mér.  Nú þarf ég ekki að velta vöngum yfir hvað ég á að elda, allir hafa fengið að hafa áhrif á þetta mál.  Svo ræddum við að umgengni í gangi verði bætt, að skór séu settir inn í skáp ef aðrir eru teknir út, því plássið er ekki til að allir í þessari 5 manna fjölskyldu séu með 3-4 pör í gangi...  Svo ætla Ólöf Ósk og Jón Ingvi að taka að sér að taka úr uppþvottavélinni sitt hvorn daginn í viku.  

Jamm.  Bara gott mál.  Allt skráð!!

En nú verð ég að rjúka...er að fara að tala í símann og svo er að koma gestur á eftir...alltaf nóg að gera.  

Íslenski fáninn að verða kominn hús fyrir reisugillið!!!  

Það er allt að gerast.

Ást... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært, ætla ekki að segja húsbandinu frá þessum matarlista, hann færi strax uppeftir. Hér verður hann að elda sjálfur ef hann vill mat. Líkamsæfingar mínar samanstanda af því að standa upp og setjast eða leggjast niður, einstaka ferð á WC og leggja sig svo aftur. snilld

Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: SigrúnSveitó

ef hann tekur þig með þá má hann sko alveg koma

Gangi þér vel í bataferlinu og farðu vel með þig, mín kæra. 

SigrúnSveitó, 3.10.2007 kl. 21:37

3 Smámynd: Hugarfluga

Sneddí með matseðilinn. Við ákveðum einmitt yfirleitt á sunnudegi hvað verður í matinn út vikuna og það er þvílíkt þægilegt. Og minnstu ekki á skódæmið ... ég er að verða bláhærð af pirringi.  Hef ekki skápapláss undir skóna og vantar sniðuga lausn. Það er alltaf drasl í holinu hjá mér útaf þessum frigging skóm! En annars bara knús á þig.  

Hugarfluga, 3.10.2007 kl. 21:46

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Gaman að heyra að aðrir hafa góða reynslu af þessu matarplani. 

Skópláss...ætli "maður" hafi einhverntímann nóg pláss fyrir skó?  Held ég verði að skipuleggja skóskápsmálin mjög vel í nýja húsinu!!

Knús til baka... 

SigrúnSveitó, 3.10.2007 kl. 22:05

5 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

´Frábært að hafa svona matseðil og fjölskyldufund. Þú kannt þetta greinilega.....

Gíslína Erlendsdóttir, 4.10.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband