21.9.2007 | 19:23
Dagurinn í dag
Mér þykir svo vænt um textann sem séra Birgir Ásgeirsson, sem var prestur í Køben fyrir nokkrum árum og skírði m.a. Jón Ingva, samdi við lagið þarna; "...halelúja la-ó-la..." (vitiði hvað ég er að meina??). Það hljómar svona;
Góðan daginn, góðan dag,
Guð þér gefi
í dag góðan dag.
Syngjum saman nú,
eitt lofgjörðar lag,
vér lofum þig drottin Guð
halelúja.
Ég raula þetta stundum og það hefur þau áhrif á mig að hjartað í mér fyllist af kærleika út í allt og alla
---
Í dag er ég aldeilis búin að fá að tala dönsku. Það var æði. Ég fór á fræðsludag hjá Fastus, sem m.a. selur ýmsar hjúkrunarvörur. Það voru ýmsir fyrirlesarar og m.a. þrír danir. Þeir reyndar héldu fyrirlestrana á ensku...sem var minna gott fyrir mig þar sem ég kann ekki baun í hjúkrun á ensku...og enskan er í lokuðum kassa einhversstaðar í bakheilanum (segi svona...) og ég þurfti að einbeita mér heilan helling. Hefði fengið miklu meira út úr þessu ef þetta hefði verið á dönsku...en þá hefðu flestir hinna fengið mest lítið út úr þessu...
Ég var að rabba við aðra hjúkkuna sem var þarna með fyrirlestur, og skondið nokk, hún útskrifaðist 1995 frá Hillerød Sygeplejeskole...sama skóla og ég útskrifaðist úr fyrr í sumar!! Og hún býr ca 20 mín frá þar sem við bjuggum! Fyndið. Þekkjum auðvitað sömu kennara (að hluta til) því margir sem voru við skólanum þegar hún var, eru þar enn!!
Lítill heimur, ljúfur hýr...eins og ævintýr!!
Annars var þetta fræðsludagur um sár, þrýstingssár, bláæðasár og slagæðasár...og hvernig maður tekur á slíku...og fyrirbyggir...mjög áhugavert og gott...því ég er svolítið "hrædd" við sár og finnst ég vita lítið...enda nýútskifuð og blaut á bakvið eyrum
---
Arna var að spyrja um Secret...hvað væri málið með þessa bók sem ALLIR eru að tala um. Arna, það er líka til mynd...hef ekki séð hana enn...en ætla mér að sjá hana við fyrsta tækifæri!! Get lítið sagt þér um bókina en kannski eru aðrir sem vilja tjá sig í athugasemdum!!!
---
Núna ætla ég að fara að skrappa með strákunum mínum!! Þeir eru búnir að bíða með óþreyju eftir að það kæmi föstudagur...fyrst Disney Show á DR1 (popp með eins og venjulega), síðan að skrappa með mér og að lokum ætla þeir að sofa í stofunni!! Þvílík veisla!
---
Sendi fullt af fallegum straumum út í geim til ykkar allra...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ dúlla mín. Alltaf líf í kringum þig, vildi óska að þú ynnir á St.Jobba og yrðir einkahjúkkan mín alla næstu viku, verð bara að ímynda mér að þetta sért þú. Ég hitti þær í dag og leist reyndar mjög vel á konurnar. Hafðu það gott um helgina sæta spæta.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.