20.9.2007 | 10:12
Ég fékk...
...bókarsendingu í gær...af því að ég er í bókaklúbbi þar sem þarf að afpanta bók mánaðarins og ég gleymi ansi oft að afpanta...venjulega endursendi ég, en í þetta skiptið ákváðum við að halda bókinni...það var bókin "Leyndarmálið" eða "The Secret". Byrjaði aðeins á henni í gær þegar ég kom heim úr vinnu og komst að því sem ég vissi fyrir...bækur eru hið besta svefnmeðal...amk. fyrir mig!! Svo ég las ekki nema formálann og 2 bls.
Annað sem ég gerði í gær, ég byrjaði í líkamsrækt! Það heitir Curves og er bara fyrir konur. Mér líst vel á þetta. Ákveðin í að styrkja bakið mitt svo ég fái ekki aftur svona skessuskot eins og ég fékk fyrir nokkrum vikum!! Svo væri í góðu lagi að missa smá af þessu sem kemur út fyrir buxnastrenginn!! Þetta sem sumir kalla "ástarhöldur"...ég kalla þetta nú venjulega efri vömbina og dellurnar!!!
Ég er núna á eftir að fara í tíma nr. 2, fæ annan byrjendatíma. Það sem kom mér af stað er að vinkona mín vinnur þarna...þá var ég ekki eins mikið Palli er einn í heiminum...
Annars er allt gott að frétta. Bún að vera að vinna og svona. Á morgun fer ég svo á fræðsludag, sár og sáraumbúðir...spennandi! Langar að læra meira um svoleiðis. Þó þetta sé kannski svolítið litað af því að það er heildsali sem er með þessa kynningu... En það verða tveir danir...sem reyndar halda sínar tölur á ensku...en það verður fínt.
Jamm, þetta er svona lífið hjá mér í dag...og í gær.
Ljós og Kærleikur...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel í ræktinni. Akkúrat ár síðan ég byrjaði og þetta er allt annað líf að sprikla soldið í hverri viku. Við kannski sjáumst í næsta Barðsneshlaupi???
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 20.9.2007 kl. 10:22
Hef heyrt margt gott um þessa bók "Secret" ... þú setur kannski inn smá pistil um hana þegar þú klárar. öhmm þ.e.a.s. ef þú sofnar ekki alltaf yfir henni :-Z thíhí
Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 12:43
Flott að vera komin í æfingar. Ég er alveg í dal núna, geri ekkert. Ég horfði á secret á DVD, þetta er voða mikið common sence en alltaf gott að ryfja upp góða hluti. Þú ert nú svo dæmalaust heilbrigð á sálinni að ég held þú þurfir ekki að lesa Secret. Knús og klemm
Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 13:03
Gummi; það er draumurinn minn að taka þátt í Barðsneshlaupi, en hnéð mitt verður að skera úr um það...hljóp í tæp 2 ár og reif þá liðþófa, fór í aðgerð í feb. s.l. en er ekki orðin nógu góð enn. En hver veit?!!
Ragnhildur...; já, ef mér tekst að vaka nógu mikið til að lesa alla bókina...híhí...
Ásdís; Takk :) En það eru allir að tala um Secretið svo ég er forvitin. Þó ég viti alveg hvert ég sæki minn andlega bata ;)
SigrúnSveitó, 20.9.2007 kl. 13:40
ja,,´eg er að bíða eftir bokini secret a safninu,,upppöntuð allstaðar,,langar svo að lesa það semallir eru að tala um að það sé svo frábær lesning. knús frænka
Bergþóra Guðmunds, 20.9.2007 kl. 21:06
knús tilbaka, frænka.
SigrúnSveitó, 20.9.2007 kl. 23:18
Keypti mér secret í fríhöfninni á leiðinni heim og er að lesa hana, mjög góð.
knússss
jóna björg (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 08:19
Hvernig leikfimi er Curves? Ég er sjálf í sundleikfimi og þar eru líka bara konur. Ekki þó vegna þess að karlar séu ekki leyfðir - heldur miklu fremur vegna þess að þeir þora ekki....
....kannski finnst þeim þetta vera soldil kellingarleikfimi..... svona eins og samhæft sund
Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 13:57
Hrönn, þú getur lesið um Curves HÉR! Þetta er tækja- & pallaæfingar, maður fer 3 hringi og tekur það ca hálftíma. Maður er hálfa mínútu á hverri stöð og það er rödd sem segir; "Change station now" þegar maður á að skipta. Svo er einu sinni í hverjum hring sem maður "á" að telja púslinn til að sjá hvort maður er að taka nógu vel á!! Mjög gaman...vona að mér þyki það áfram því ég keypti mér árs áskrift...
SigrúnSveitó, 21.9.2007 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.