Leita í fréttum mbl.is

Alveg uppgefin!

Ég ætlaði ekki að meika daginn í dag í vinnunni, var gersamlega að sofna um kl 14...skellti í mig slatta af kaffi...og tókst að halda mér vakandi þar til ég kom heim.

Heima biðu góðir gestir; tengdamúttan mín og múttan hennar.  Þær voru að koma úr sveitinni, og komu færandi hendi.  Þær höfðu bakað heilan helling af flatkökum og við fengum að njóta góðs af því.  Ekki slæmt.

Í gær átti ég svolítið erfitt.  Ég grét fögrum tárum Crying Mér finnst erfitt að búa svona langt frá Lilju sys. en það hafa alltaf verið sérstök bönd milli okkar.  Við eigum sameiginlegar minningar úr æsku, gleði og sorg.  Við höfðum alltaf hvor aðra, þó það væri ekki alltaf jafn kært á milli...en eins og einhver skrifaði í athugasemd á bloggið mitt ekki fyrir svo löngu; "góð systkin rífast", og það gerðum við systur sannarlega líka. 
Við höfum alltaf verið ólíkar sem dagur og nótt, jafnt að utan sem innan.  Á unglingsárunum áttum við ekki skap saman en sóttum samt sem áður í hvor aðra.  Þar sem við vorum mjög ólíkar reyndum við lengi vel að breyta hvor annari.  Svo einn góðan veðurdag hættum við þessu bullu, og fórum að elska og virða hvor aðra, og fórum að geta sótt styrk hjá hvor annari, m.a. vegna þess hversu ólíkar við erum, held ég. 

Í dag, og síðustu mörg ár, höfum við verið bestu vinkonur.  Það eru hlutir sem ég tala bara við Lilju um, sem aðrir vita ekkert um.  Hennar börn eru mín, og mín börn eru hennar.  Þegar ég hef gengið í gegnum erfiðleika í lífinu þá hefur Lilja alltaf verið eins og klettur mér við hlið.  Án hennar hefði lífið verið svo miklu erfiðara og tómlegra.

Svo í gær þá grét ég af söknuði.  Ég sakna Lilju minnar, við búum alltof langt frá hvor annari.  En svo fór sólin að skína í hjartanum mínu aftur og ég þakka Guði fyrir að ég á Lilju að, þó hún sé 700 km í burtu!!  

Að lokum nokkur orð um systur.  Ég er nefninlega mjög rík.  Ég á ekki bara Lilju sys., ég á þrjár aðrar.  Allar yndislegar og mikilvægur hluti af lífi mínu.

Alveg einstök systir

Við eigum dálítið út af fyrir okkur - bernskuárin með vonum sínum og skelfingum, leyndarmálum sínum og fyrirætlunum.
Aðeins við vitum hvað gerði okkur að því sem við erum í dag.
Aðeins við munum litlu ávinningana og vonbrigðin, því enginn annar veit hvað lá að baki.
Við þekkjum það sem býr innra með okkur.

---

Vinir fá ögn fegraða mynd af lífi manns.
Systur vita hvernig sú rétta lítur út.

---

Meira en vinur

Félagi manns er ágætur.
En þegar til alvörunnar kemur í fjölskyldunni þarf maður að eiga systur.
Eins og þig.

---

Bestu áheyrendurnir

Systur eru óvenjulegar. Þær heyrðu kjökrið í myrkrinu.
Þær fylgdust  með þér á sigurstundum og þegar allt brást. Í ástargleði og sorg.
Þær láta ekki blekkjast. Þær hafa þekkt þig of lengi til þess.
Þegar þú nærð langþráðu marki eru vinir þínir himinlifandi - en systur halda þöglar í hendur þínar og ljóma af hamingju.
Þær vita hvað það kostaði þig!

--- 

Ég get ekki beðið eftir að segja þér
góðar fréttir, brandara,
ævintýri, furðulega reynslusögu.
Þá fyrst þegar ég heyri þig taka andköf,
flissa eða skellihlæja -
þegar ég sé þig glenna augun upp á gátt -
þá er ánægja mín fullkomin.

---  

Hér er ég með systrum mínum:

ég, Lilja og María

Erla, Elín og ég


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Sigrún mín, þú ert svo sannarlega rík af öllum þessum yndislegu systrum sem þú átt!!  luv-knús

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 07:23

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Þú komst mér nú bara næstum til að gráta með þessari færslu! Já það hlýtur að vera gott að eiga systur, ekki þekki ég það. Ég á reyndar yndislega móður sem hefur sennilega oft verið mér eins og systir. Já svona er lífið... það eru ekki allir eins ríkir.

Úrsúla Manda , 18.9.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband