Leita í fréttum mbl.is

Gærdagurinn var langur...

og SKEMMTILEGUR!!! Heart

VIð byrjuðum daginn mjög snemma, eða ég vaknaði kl 6.00.  Dreif mig í sturtu, smurði svo kryddbrauðið, sem ég bakaði í fyrrakvöld, pakkaði kæliboxið, hitaði kaffi.  Þá vaknaði Jón Ingvi, ég þvoði honum um hárið og svo vöktum við Jóhannes og Einar.  Og beint út í bíl og af stað til Akureyrar!!!

Ólöf Ósk varð eftir heima.  Nennti ekki í svona dagsferði til Akureyrar...svo hún var með vinkonu sinni sem býr hérna uppi í risi.  Þær áttu víst alveg mjög góðan dag saman.  

Jæja, á Akureyri byrjuðum við á að skjótast í einn kaffibolla í bústaðinn til Benna og Jónu (tengdó), en þau voru þar að ganga frá bústaðnum fyrir veturinn.

Síðan lá leiðin í annan bústað, þar sem Lilja systir og fjölskylda voru.

Á Akureyri voru líka mamma og Jón Þór (stjúpi minn) og Aðalsteinn bróðir, Salný og Lilja Fanney, sæta skott.   

Gunnar, Salný og Ýmir

Tilefnið var skírn Ýmis, litla gullmolans þeirra Lilju sys og Eysteins.

Skírnin fór fram í Akureyrarkirkju kl. 15.30 og það var Gunnar bróðir, sem er prestur á Hofsósi, sem skírði drenginn.  Með honum í för voru konan hans Védís og drengirnir þeirra tveir, Sölvi og Snorri, og svo auðvitað pabbi.

Eftir skírnina fórum við aftur í bústaðinn, borðuðum pizzur, drukkum kaffi, borðuðum kökur, spjölluðum og krakkarnir fóru í pottinn. 

ormar í potti Þetta var sannkallaður fjölskyldudagur.  Alveg yndislegur dagur.  Þegar við vorum sest upp í bílinn og vorum að leggja af stað heim þá sagði Jón Ingvi; "Þetta var besti dagur lífs míns".   

Við vorum svo komin heim hálf eitt í nótt.  Allir þreyttir.  Strákarnir voru búnir að sofa langleiðina heim, ég dottaði smá og tók svo við að keyra þegar við vorum komin langleiðina heim, eða í Hreðavatnsskála.  Þá var Einar búinn að vera og svaf, held ég, langleiðina heim. 

Hér er svo ein af okkur systrum, mér og Lilju, fyrir utan Akureyrarkirkju.

Sigrún&Lilja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómaði svo sannarlega sem fallegur og fullkominn fjölskyldu dagur :)   Sætar myndir af öllum .... sérstaklega af Ými, prins dagsins :)  *knús* frá okkur

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

til hamingju,,fallegu frænkur

Bergþóra Guðmunds, 16.9.2007 kl. 18:44

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann Jón Yngvi er nú draumur.  Gott hvað ferðin lukkaðist vel.  Eigðu góða vinnuviku mín kæra.  knús

Ásdís Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 19:16

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Þetta hefur sannarlega verið yndislegur dagur, til hamingju með Ými litla

Guðrún Jóhannesdóttir, 16.9.2007 kl. 22:11

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært að hafa möguleika á að keyra til ættingja sinna !

þú veist 

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 17:06

6 Smámynd: Hugarfluga

Mikið ertu lánsöm að eiga svona stóra og góða fjölskyldu. Og þau lánsöm að eiga þig.

Hugarfluga, 17.9.2007 kl. 18:12

7 identicon

kvitt

jóna björg (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 18:48

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Krafturinn í ykkur........

Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband