Leita í fréttum mbl.is

Það lítur út fyrir...

...að við séum búin að selja!!!

Það kom fólk að skoða á laugardagskvöldið (þegar ég bloggaði EKKERT!), það kom tilboð mánudag, við gerðum gagntilboð sama kvöld og það var samþykkt í gær!!! Afhending 15. janúar, svo Einar hefur nóg að gera...

---

Að öðru.

Ég hef löngum sagt að ef ég væri ekki með fjölskyldu þá vildi ég vinna eingöngu kvöldvaktir.  Ég held ég fari að éta það ofan í mig...  Þó væri eflaust fínt að vinna kvöldvaktir ef ég gæti sofið út alltaf daginn eftir vakt.  Undanfarna daga hef ég sannarlega sofið, en ég hef vaknað kl 7 með familíunni og farið svo upp í aftur síðar.  Og það er bara ekki eins gott.  Ég er eins og úldin hæna (hvernig sem hún er) þegar ég vakna, skrítin í hausnum (meira en vanalega) og já, ekki nógu hress.  

Nóg um það...en ég er sem sagt að fara á enn eina kvöldvaktina...og svo aftur á morgun...svo er morgunvakt á föstudag og þá er ég komin í helgarfrí.

Er að spá í að skella mér á fræðsludag síðar í sept. Það er "sáradagur".  Fer reyndar fram á ensku...en það eru danir sem halda þetta...vildi óska að þeir myndu bara tala dönsku...en það er eigingjörn ósk...I know!!  En þetta er spennandi efni.  Ekki að mér þyki sár eitthvað æðisleg...þvert á móti, ég er eiginlega hálf hrædd við þau...hrædd um að "pleje" þau vitlaust, hrædd um að meiða fólk...og oft eru þessi sár ekki sérlega geðsleg.  Svo þá er að stíga inn í óttann!!! Svo mikið hef ég lært á ferð minni gegnum lífið, að ef ég óttast eitthvað þá er að taka á því!  Og ég kem sterkari út hinu megin.

----

Að lokum þetta:

vinir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera búin að selja!!!!!!   alveg geggjað ef allt gengur upp - best að fagna ekkert of snemma samt ...  alla vega að allt sé undirritað og klárt :)

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 17:00

2 Smámynd: SigrúnSveitó

...enda þori ég varla að segja frá þessu...tek fram að; það lítur út fyrir að við séum búin að selja!!

SigrúnSveitó, 12.9.2007 kl. 19:17

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott útlit með sölu semsagt ! spyrjum að leikslokum.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband