11.9.2007 | 08:20
Ormurinn okkar
Jóhannes reynir að stjórna okkur foreldrunum, og systkinunum. Hann komst lengi vel upp með það, ef hann vildi eitthvað sem systkini hans voru með þá öskraði hann og þau létu hann hafa hlutinn...ekki gott. En þau nenntu ekki að hlusta á hann orga, svo hann gat notað þetta "verkfæri".
Svo fórum við að taka á þessu s.l. vetur. Núna notar hann fýlu. Alveg magnað hvað þessi annars endalaust glaðlyndi drengur getur farið í heiftarlega fýlu. Yfirleitt fær hann nú bara að eiga sig í sinni fýlu...
Áðan var pabbi hans að fara upp í lóð og ætlaði að keyra hann í leiksskólann í leiðinni. Minn maður var ekki sáttur. Hann vildi að ég myndi "skukla" honum í leikskólann. Fór í þessa líka brjáluðu fýlu...en við vorum ekki á því að láta hann stjórna...
Ég reyndi að klæða hann í útiföt og skó...sem hann tætti af sér jafn óðum, hann neitaði að standa í lappirnar... Það endaði með að pabbi hans tók hann eins og kartöflupoka yfir öxlina og föt og skó í hina hendina. Jóhannes orgaði á leiðinni út í bíl!! Og mér varð illt í hjartanum. Finnst erfitt að knúsa þau ekki þegar þau gráta, þessar elskur allar. Beit í vörina og gerði ekkert.
Við neitum að tipla í kringum hann á tánum, og við neitum að láta hann komast upp með að stjórna svona. Það er alltof mikil ábyrgð fyrir þennan litla orm að stjórna heiminum...þó hann haldi að hann vilji það
Jamm, þetta var morgunhugleiðingin...eða morgunbloggið...eða eitthvað.
Ást&kærleikur...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég stolt af þér. Svona á að meðhöndla málin ekki spurning. Það er börnunum fyrir bestu að vera stjórnað á ákveðnum aldri, þau hafa ekki þroska sjálf. Þetta skilar sér í betri og ánægðari börnum. Haldið ykkar striki þetta verður bara léttara. :):)
Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 13:29
Hæ sigrún
ég vona að þú sjáir þetta fyrir kl 20...
klúðraði einhvernveginn símanúmerinu þínu og langar að kíkja á fund í kvöld;o) endilega hafðu samband!!!
kv Þóra
Þóra (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 17:55
Gott hjá ykkur að taka á þessu
Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.