Leita í fréttum mbl.is

Prinsessan...

...er lasin.  Hún var eins og drusla þegar þau systkinin komu heim úr bíó í gær, og sagði að hún hefði eins og hún væri að verða veik.  Þegar hún fór að sofa var hún með 38°. Ég er ekki búin að mæla hana í morgun, en henni er illt í hálsinum og maganum og heitt og kalt til skiptis.  Sem sagt greinilega með hita.  Vona að henni batni fljótt, þessu yndislega stelpuskotti mínu.

---

Hún sagði; "Ég hef það eins og ég sé að verða veik" ...sem er bein þýðing af "Jeg har det som om...".

Jóhannes sagði við afa sinn í fyrrakvöld; "Viltu sleppa af með okkur?" ..."Vil du slippe af med os?"...(Fyrir þá sem ekki skilja dönsku; "Viltu losna við okkur?")

Þau eru svolítið dönsk í tali, börnin okkar.  Það er bara allt í lagi, finnst mér.  Jóhannes segir t.d. ekki "að", hann segir alltaf "at".  Mér finnst þetta krúttlegt.  

---

Er að hugsa mikið hvort ég eigi að leggja mig...er að fara á kvöldvakt í kvöld.  (Einar tekur sjúkravaktina hérna heima...vonandi verða engar ælur Sick )

Svo hef ég ekki meira að segja...gat bara ekki haldið áfram að vera svona þögul eins og ég hef verið undanfarna daga LoL 

Ást&friður... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

Góðan bata,og láttu það bara eftir þér að fá þér kríu,,akkurat veðrið. Ég er að skriða saman eftir veikindi. Eigiði góðan dag

Bergþóra Guðmunds, 10.9.2007 kl. 10:14

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, vonandi batnar litla skottinu fljótt. Leiðindapestar víða í gangi.  Ekki vera svona löt að blogga, það má alveg vera stutt, nauðsynlegt að heyra smá frá þér. Knús.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 12:22

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband