Leita í fréttum mbl.is

Ég væri ekki hissa...

...þó einhver héldi að ég væri veik, alveg fárveik.  Held það hafi varla gerst að ég hafi ekki bloggað í meira en tvo sólarhringa í röð.  Nema þegar ég var í Danmörku og komst ekki í tölvu daglega...

EN, ég er ekki lasin, alls ekki!!  Hins vegar er ég búin að vera að vinna um helgina.  Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær fór ég að sækja drengina, en þeir voru í pössun hjá afa sínum og ömmu þar sem Einar skrapp til Vestmannaeyja, í það sem átti að vera dagsferð (meira um það á eftir).  

Tengdó voru svo nice að bjóðast til að hafa strákana áfram þar sem ég þurfti að fara heim að taka til og þrífa fyrir sýningu á íbúðinni sem átti að vera kl 18.  Ég náði að þrífa og afhenda lykil til fasteignasalans, en sýningunni hafði þá verið frestað til kl 19.  Svo ég fór til tengdó aftur og spurði hvort það væri ok að þau sætu uppi með okkur eitthvað áfram.  Jú, það var sko í góðu lagi og okkur var bara boðið í mat.

Ef það hefur farið fram hjá ykkur þá segi ég það aftur og enn: ÉG ELSKA AÐ HAFA FAMILÍUNA SVONA NÁLÆGT OKKUR!!! InLove ELSKA AÐ GETA DROPPAÐ Í KAFFI...OG ENDAÐ Í MAT Wink ...OG ÁTT GÓÐA STUND MEÐ ÖLLU ÞESSU YNDISLEGA FÓLKI SEM AÐ OKKUR STENDUR!!!! Heart GERI EKKI NÓGU MIKIÐ AF ÞVÍ ÞÓ AÐ HITTA ÞÁ SEM BÚA LENGRA FRÁ OKKUR Frown

Jamm!!!

En svo drifum við okkur heim, strákarnir í bælið og við mæðgur lögðumst upp í rúm og gláptum á eina ammeríska vellu.  Alltaf gaman að svona stelpukvöldi yfir ástarsögu Heart Yndislegt að eiga tíma ein með skottunni minni.  Hugsið ykkur, hún er að verða unglingur bráðum!! Verður 12 ára í október...trúi þessu varla!!

Jæja, Einar varð sem sagt veðurtepptur í morgun og kom heim vel rúmum hálfum sólarhring á eftir áætlun...sem þýddi að ég þurfti að kvabba á tengdó aftur því ég var að fara að vinna.  En það var ekkert mál, þau tóku á móti börnunum með bros á vör.

Svo eftir vinnu var bara að drífa sig í Bónus og versla því við áttum von á 8 vinum okkar í mat.  Og það var SVO gaman!!! Þetta er hópur sem við hittum einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina, borðum saman góðan mat og eigum SKEMMTILEGA kvöldstund saman.  Þetta var ÆÐI!!!  Hlakka til að hitta þau aftur í byrjun október.  

Jamm, Einar kom heim upp úr hádeginu.  Náði í krakkana og svo fóru þau (börnin) í bíó kl 16, en það var verið að sýna Simpson-myndina í bíóinu hérna á Skaganum.  Þau skemmtu sér konunglega og eins og Ólöf Ósk orðaði það; "Jóhannes talaði ekkert af því að hann hló svo mikið"!!! En hún hafði haft af því einhverjar áhyggjur að hún myndi þurfa að sussa á þennan málglaða dreng LoL

Þetta er helgin okkar í hnotskurn.  Eintóm hamingja!  Ji, hvað þetta er búð að vera yndislegt.

Jamm og já.  Ætla í bælið.

Ást til ykkar allra... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegt!! Ég var næstum lögð af stað á hjólinu með kjúklingasúpuna.

Góða nótt dúlla  

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 23:03

2 identicon

það  hlaut að vera þú/þið væruð búin að vera bissí ;)

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 07:12

3 identicon

fjúkk, ekki lasin . Við sem lesum bloggið þitt erum svo ofdekruð þar sem þú ert svo dugleg að blogga, svo veit maður ekki hvað skal gera þegar engin færsla kemur en sembeturfer reddaðist þetta hjá mér

ást til þín 

jóna björg (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband